Sértryggð skuldabréf
Arion banki hefur sett upp 3 ma. evra útgáfuramma fyrir sértryggð skuldabréf sem fullnægir skilyrðum að teljast til evrópskra sértryggðra skuldabréfa (úrvals). Bankinn hefur haft leyfi til útgáfu sértryggðra skuldabréfa frá 25. nóvember 2011 samkvæmt lögum nr. 11/2008, sbr. reglur nr. 190/2023. Seðlabanki Íslands hefur eftirlit með útgáfunni og staðfestir auk þess skipun hins sjálfstæða skoðunarmanns.