Að virkja appið
Það er einfalt að setja appið í símann
Fyrst þarf að tryggja að síminn nái netsambandi, við mælum með að tengjast þráðlausu neti þar sem það flýtir fyrir uppsetningu og felur í sér minni kostnað heldur en 4G eða 3G tenging.
1. Appið sett í símann
Í Android síma er fundin verslunin Google Play í símanum (stundum kölluð „Play Store“) þar er leitað eftir „Arion banki“ og þá ætti appið að birtast í leitarniðurstöðum.
Í iPhone er farið í App Store og þar er leitað eftir „Arion banki“ og þá ætti appið að birtast í leitarniðurstöðum.
2. Appið ræst upp
Eftir að búið er að setja upp appið er smellt á Arion banka táknið á skjáborðinu til að ræsa það upp. Eftir að appið er búið að keyra sig upp er síminn tengdur við netbankanotanda með innskráningu.
3. Innskráning og auðkenning
Innskráning er gerð með sömu upplýsingum og notaðar eru til að skrá sig inn í hefðbundna netbankann. Þá þarf að nota rafræn skilríki eða slá inn notandanafn, lykilorð og auðkennisnúmer. Hægt er að fá auðkennisnúmer með SMS eða notkun App auðkenningar. Nánari upplýsingar um auðkenningarleiðir bankans má finna hér.
Eftir auðkenningu þarf að samþykkja skilmála um notkun appsins. Ef skilmálar eru ekki samþykktir er ekki hægt að nota appið.
Eftir samþykkt skilmála velur þú leyninúmer sem framvegis er notað til að komast inn í appið. Í iPhone er einnig hægt að virkja Touch ID eða Face ID en með því getur þú aflæst appinu með því að skanna fingur eða andlit. Það er valið undir „Stillingar" - „Öryggisstillingar".
4. Appið tekið í notkun
Við fyrstu innskráningu eru tengdir þeir reikningar og kreditkort sem hafa haft einhverjar hreyfingar á síðustu þremur mánuðum. Hægt er að velja hvaða reikningar og kort eru sýnileg undir „Stillingar“.
Almennt sækir appið sjálft nýjustu stöðu og færslur. Til að sækja nýjustu stöðu handvirkt er í Android valinn hnappurinn efst í hægra horninu. Þá hefur appið samband við bankann og sækir nýjustu stöðu og hreyfingar. Í iPhone er nýjasta staða sótt með því að draga listann örlítið niður og sleppa. Þessi virkni á líka við í aðgerðunum „Færslur“ og „Ógreiddir reikningar“.
5. Aðgangur að einstaklings- og fyrirtækjaviðskiptum í sama appi
Hægt er að hafa aðgang að bæði einstaklingsviðskiptum sem og fyrirtækjaviðskiptum í sama appi. Hægt er að skipta á milli notenda með einum smelli eftir hentugleika.
Til þess að skrá inn nýjan notanda í fyrsta skipti:
- iPhone: Undir “Meira/Stillingar” er smellt á “Innskráður notandi”, þar inni er smellt á "Skrá inn nýjan notanda". Þar er skráður inn nýr notandi með rafrænum skilríkjum.
- Android: Undir “Meira/Stillingar” er smellt á “Innskráður notandi”, þar inni er smellt á "Bæta við notanda". Þar er skráður inn nýr notandi með rafrænum skilríkjum.
Við tökum öryggismálin alvarlega
Við höfum gert allt sem er í okkar valdi til að tryggja að öryggi frá okkar hendi sé eins vel leyst og mögulegt er. En eins og með venjulegar tölvur þá er stór hluti af öryggismálum í höndum notandans sjálfs. Sjá nánar undir Spurt og svarað "Hvernig get ég tryggt öryggi mitt sem best?"
Nokkur atriði í sambandi við öryggi:
- Öll gögn á milli farsíma og bankans eru dulkóðuð
- Með því að setja leyninúmer (pinn) á farsímann eru öll gögn á símanum dulkóðuð
- Með því að setja leyninúmer á Arion banka appið, eru gögnin í appinu dulkóðuð
- Við mælum eindregið með að setja leyninúmer bæði á farsímann og appið.
Ef svo óheppilega vill til að einhver kemst yfir gögnin í símanum þá getur viðkomandi ekki nýtt sér þær upplýsingar til að gera fjárhagslegar færslur. Hann getur í versta falli séð þær upplýsingar sem birtast í símanum, þ.e. stöðu og nýjustu færslur á reikningum og kreditkortum ásamt upplýsingum um hvaða ógreiddu reikninga viðkomandi á. Að auki þá eru ekki geymd nein kreditkortanúmer í símanum heldur aðeins síðustu stafir í kortanúmeri.
Um persónuverndarstefnuna
Hér er fjallað um þá vinnslu persónuupplýsinga sem notkun á símaforriti Arion banka, Netbanka Appinu, hefur í för með sér. Nánar
tiltekið er fjallað um:
- hver beri ábyrgð á vinnslunni og í hvaða tilgangi hún fari fram,
- hvers konar persónuupplýsingar sé unnið með,
- hve lengi megi ætla að upplýsingarnar verði geymdar,
- hvert upplýsingunum kunni að verða miðlað og
- með hvaða hætti sé gætt að öryggi þeirra.
Þá er að lokum fjallað um þær kröfur sem stefnu þessari er ætlað að uppfylla.
Notanda er ávallt valfrjálst að veita persónuupplýsingar í Appinu. Kjósi notandi að veita ekki umbeðnar upplýsingar hefur það jafnan þær afleiðingar að ekki er hægt að veita honum þá þjónustu sem viðkomandi virkni í Appinu lýtur að.