Besta bankaappið*
er opið öllum

*Samkvæmt Maskínu 2024

Okkur finnst að allir eigi að geta notað besta bankaapp á Íslandi. Þess vegna er Arion appið opið öllum. Hvort sem þú ert í reglulegum viðskiptum við Arion banka eða ekki getur þú sótt appið, stofnað reikninga, byrjað reglulegan sparnað og séð reikningana þína. Þægilegri bankaþjónusta fyrir alla.

Fjölskyldan er í Arion appinu

Við höldum áfram að bæta við Arion appið og nú er fjölskyldan komin í appið.

Stofnaðu og fylgstu með reikningum barnanna
í Arion appinu

Við leitum sífellt leiða til að hjálpa einstaklingum að halda utan um fjármálin með einföldum og þægilegum hætti. Nýlega kynntum við til dæmis nýjan fídus í appinu sem heitir Arion fjölskylda og auðveldar fjölskyldum að viðhalda heildarsýn yfir fjármál heimilisins.

Með fjölskyldu-sýninni geta foreldrar fylgst með reikningum barna sinna, öllum hreyfingum á debetkorti og annarri slíkri virkni. Þar geta foreldrar enn fremur stofnað bæði sparnaðarreikninga (t.d. framtíðarreikning) og debetkort fyrir börn sín með fljótlegum og einföldum hætti.

Foreldrar hafa fulla sýn á reikninga barna sinna þangað til börnin ná átján ára aldri og verða fjárráða. Þá hverfur sýn foreldranna.

Til þess að virkja millifærsluaðgang á reikninga barna þarf að hafa samband við þjónustuver. Allir foreldrar/forsjáraðilar þurfa að skrifa undir úttektarumboð.

Reikningar maka

Athugaðu að undir Fjölskyldan getur þú einnig nálgast yfirlit yfir vörur maka ef búið er að veita viðeigandi umboð. Umboð eru veitt í gegnum netbankann.

Þú stýrir fjármálunum
með Arion appinu

  • Með appinu sinnur þú öllum daglegum bankaviðskiptum svo sem millifærslum og greiðslu reikninga með einföldum hætti
  • Appið getur séð um að greiða reikningana á réttum tíma
  • Þú getur átt viðskipti með hlutabréf og sjóði
  • Þú hefur góða yfirsýn fyrir kortaviðskiptin, getur sótt um kort, fundið PIN númer, dreift greiðslum o.m.fl. 
  • Þú færð einstaka yfirsýn yfir lífeyrissparnaðinn þinn
  • Þú getur verslað tryggingar frá Verði og séð yfirlit yfir allar þínar tryggingar
  • Þú getur sett þér markmið og byrjað strax að spara
  • Í rafrænum skjölum geymir þú öll skjölin á einum stað.
  • Það er einfalt að taka Núlán og þú þarft ekki að vera í viðskiptum til þess

Þú fylgist með lífeyrismálunum
í Arion appinu

Í Arion appinu býðst þér einstök yfirsýn yfir lífeyrissparnaðinn þinn. Ef þú ert ekki með viðbótarlífeyrissparnað hjá Arion banka nú þegar getur þú stofnað hann í appinu með nokkrum smellum.

Í appinu er m.a. hægt að:

  • Stofna viðbótarsparnað og byrja að spara
  • Skoða yfirlit yfir ráðstöfun viðbótarsparnaðar inn á íbúðalán
  • Fylgjast með greiðslum inn á íbúðalán og sjá hvort greiðslur séu virkar
  • Flytja annan viðbótarsparnað til Arion banka með einföldum hætti
  • Fylgjast með núverandi stöðu og þróun inneignar frá upphafi
  • Sjá áætlaða stöðu við starfslok og mánaðarlegar útgreiðslur
  • Taka út séreignarsparnað

Verðbréfa­viðskiptin
eru komin í appið

Heildarsýn á þitt verðbréfasafn

Staða á öllum þínum eignum á einum stað, ásamt línuriti sem sýnir ávöxtun og hreyfingaryfirliti. Frá verðbréfasafninu er svo hægt að skoða upplýsingar um valinn sjóð eða hlutabréf og skoða stöðuna lengra aftur í tímann.

  • Línurit sem sýnir þróun á verðbréfasafninu þínu.
  • Yfirlit eigna og ávöxtun sjóða og hlutabréfa.
  • Yfirlit viðskipta í vinnslu.
  • Hreyfingaryfirlit.

Hvað þarf að gera til að hefja viðskipti?

Þú þarft að stofna verðbréfasafn (einnig kallað vörslureikningur).  Ferlið er einfalt og rafrænt og samanstendur af áreiðanleikakönnun, mati á þekkingu og reynslu og loks stofnun verðbréfasafns. Hægt að hefja viðskipti samdægurs.

Stofna verðbréfasafn
Kynntu þér fjárfestavernd

Tryggðu þig hjá Verði
í Arion appinu

Tryggingakaup hafa aldrei verið auðveldari í banka appi.

Fáðu tilboð í bíla- og heimilistryggingar hjá tryggingafélaginu Verði í appinu á örfáum sekúndum. Ef þér líst vel á tilboðið klárar þú kaupin með einum smelli.

Einstök yfirsýn yfir tryggingarnar þínar

Þægindin eru í fyrirrúmi fyrir viðskiptavini Arion banka þegar kemur að fjármálum og tryggingum.

Fylgstu með tryggingarvernd þinni hjá Verði í Arion appinu og fáðu yfirsýn yfir tryggingarnar þínar og hvað hver og ein þeirra felur í sér með örfáum smellum.

Þú getur auðveldlega bætt við tryggingum ef eitthvað vantar eða þegar aðstæður breytast.

Skipuleggðu fjármálin
í Arion appinu

Einstök yfirsýn í fjármálin

Í Arion appinu fá einstaklingar innsýn í fjármálin á einfaldan og skýran hátt með þægilegri framsetningu á útgjöldum og innborgunum.

Fjármálin þín í Arion appinu gefa þér einstaka yfirsýn yfir stöðuna. Hvar peningarnir eru og í hvað þeir fara.

Tímalína

Á tímalínu færðu einfalda og góða yfirsýn yfir allar þínar færslur. Færslurnar eru flokkaðar sjálfkrafa í yfir og undirflokka. Þannig færð þú yfirsýn yfir fjármál heimilisins á einum og sama stað. Ef þú ert ekki sammála flokkuninni getur þú alltaf breytt um flokk.

Þú getur smellt á aðrar færslur og kafað dýpra í flokka, undirflokka og söluaðila.

Innsýn

Í innsýn öðlast þú einstaka innsýn í fjármálin á einfaldan og skýran hátt. Þú getur kafað dýpra, séð útgjöld í einstaka flokkum og niður á tímabil og hægt er að skoða útgjöldin á myndrænan hátt.

App aðstoð

Að virkja appið

Það er einfalt að setja appið upp og virkja það í símanum. 

Fyrst þarf að tryggja að síminn nái netsambandi, við mælum með að tengjast þráðlausu neti þar sem það flýtir fyrir uppsetningu og felur í sér minni kostnað.

SJÁ NÁNAR

Leiðbeiningar

Við höfum sett saman leiðbeiningar sem hjálpa fólki við að stíga sín fyrstu skref í heimi stafrænnar bankaþjónustu.

  • Sækja Arion appið fyrir iPhone síma
  • Sækja Arion appið fyrir Android síma
  • Tengja kort við Apple Pay
  • Tengja kort við Símaveski (Android)
  • Greiða reikninga
  • Millifæra
  • Greiða inn á lán
  • Stofna eða breyta yfirdráttarheimild
  • Breyta kreditkortaheimild
  • Stofna reikning
  • Stofna kreditkort
  • Greiðsludreifing kreditkort
SJÁ NÁNAR

Borga með úrinu

Þú getur skráð debet-, kredit-, innkaupa- og gjafakort í Garmin Pay og Fitbit Pay og borgað með úrinu á þægilegan og öruggan hátt.

Þessi greiðslulausn eru einföld og örugg í notkun. Viðskiptavinir, sem nýta sér kosti þessarar lausnar, fá áfram öll þau fríðindi og tilboð sem fylgja kredit- og debetkortum Arion banka og enginn viðbótarkostnaður fylgir því að greiða með Garmin Pay eða Fitbit Pay.

SJÁ NÁNAR

Borgaðu með Google Pay

Google Pay™ er einföld, hröð og örugg greiðsluleið til að borga fyrir vörur og þjónustu með Android tækinu þínu.

Örugg greiðslulausn

Þegar greiðsla með Google Pay er framkvæmd notar Google Wallet sértækt númer fyrir tækið þitt og einkvæmt númer fyrir greiðsluna. Kortanúmerið er ekki vistað á tækinu eða á netþjónum Google og því er aldrei deilt með seljandanum. Google Wallet geymir engar upplýsingar um viðskiptin sem hægt er að rekja til þín, sem tryggir öryggi kaupanna.

SJÁ NÁNAR

Borgaðu með Apple Pay

Apple Pay er einföld og örugg leið til að borga í verslunum, í öppum og á netinu með iPhone, Apple Watch, iPad og Mac.

Auðveld og örugg greiðsluleið

Þegar greiðsla er framkvæmd notar Apple Pay sértækt númer fyrir tækið þitt og einkvæmt númer fyrir greiðsluna. Kortanúmerið er ekki vistað á tækinu eða á netþjónum Apple og því er aldrei deilt með seljandanum. Apple Pay geymir engar upplýsingar um viðskiptin sem hægt er að rekja til þín, sem tryggir öryggi kaupanna.

Borgaðu hraðar og öruggar með kortinu þínu með Apple Pay og njóttu allra kosta og fríðinda Arion kortsins þíns með Apple Pay.

SJÁ NÁNAR

Spurt og svarað