Stjórnarkjör 2024

Click here for information in English about the voting for the Board of EFÍA.

Stjórn EFÍA er skipuð fimm aðalmönnum og fimm varamönnum. Samkvæmt grein 4.1. í samþykktum sjóðsins skulu sjóðfélagar nú kjósa um einn aðalmann og tvo varamenn til stjórnarsetu í tvö ár.

Auglýst var eftir framboðum til stjórnar þann 19. apríl 2024 og lauk framboðsfresti þann 3. maí 2024. Upplýsingar um frambjóðendur eru birtar hér fyrir neðan ásamt upplýsingum um alla þegar kjörna og tilnefnda stjórnarmenn.

Það sem aðeins eitt framboð barst í sæti aðalmanns, er sjálfkjörið í það sæti.

Að auki eiga svo sæti í stjórninni tveir aðalmaður og einn varamaður sem kjörnir voru 2023 til tveggja ára og tveir aðalmenn og tveir varamenn sem Icelandair tilnefnir til eins árs.

Framboð

Framboð til aðalmanns til tveggja ára:

Salvör Egilsdóttir - sjálfkjörin - Upplýsingar um frambjóðanda

Framboð til varamanns til tveggja ára:

Arna Óskarsdóttir - Upplýsingar um frambjóðanda
Gauti Sigurðsson - Upplýsingar um frambjóðanda
Úlfar Henningsson - Upplýsingar um frambjóðanda

Aðal- og varamenn kjörnir 2023 til tveggja ára

Aðalmenn:

Sturla Ómarsson - Upplýsingar um frambjóðanda
Kjartan Jónsson - Upplýsingar um frambjóðanda

Varamaður:

Davíð Smári Jóhannsson - Upplýsingar um frambjóðanda

Stjórnarmenn tilnefndir af Icelandair 2024

Aðalmenn tilnefndir til eins árs:

Sigrún Hjartardóttir - Upplýsingar um frambjóðanda
Magnús Jón Magnússon - Upplýsingar um frambjóðanda

Varamenn tilnefndir til eins árs:

Ari Guðjónsson
Íris Hulda Þórisdóttir

Upplýsingar um framkvæmd kosninga

Kosningar verða með rafrænum hætti, kosningavef verður stillt upp á heimasíðu sjóðsins og auðkenna sjóðfélagar sig inn í kjörklefann með rafrænum skilríkjum eða íslykli.

  • Opnað verður fyrir kosningu kl. 13:00 föstudaginn 31. maí 2024
  • Kosning stendur til kl. 13:00 föstudaginn 7. júní 2024
  • Falli atkvæði jafnt verður varpað hlutkesti um stjórnarsætið að hlutaðeigandi frambjóðendum viðstöddum
  • Tilkynnt verður um niðurstöðu kosninga á heimasíðu sjóðsins

Þar sem eitt framboð hefur borist í eitt sæti aðalmanns er sjálfkjörið í það sæti.

Á kjörseðli verða því nöfn þriggja frambjóðenda vegna tveggja sæta varamanna. Samkvæmt samþykktum sjóðsins skal kjósa í öll sæti sem í boði eru og þurfa gildir kjörseðlar því að innihalda kosningu í tvö sæti varamanna.

EFÍA ber að tryggja það að fylgt sé 29. gr. laga nr. 129/1997 um samsetningu stjórnar, það felur í sér að tryggja skal að hlutfalls hvors kynsins sé ekki lægra en 40%. Sama gildir um kynjahlutföll meðal varamanna.