Eftirlaunasjóður FÍA
Hlutverk sjóðsins er að tryggja sjóðfélögum, mökum þeirra og börnum lífeyri.Eignastýring Arion banka hefur annast rekstur og eignastýringu lífeyrissjóðsins frá 2012.
Um EFÍA
Eftirlaunasjóður félags íslenskra atvinnuflugmanna (EFÍA) var stofnaður árið 1974 á grunni Lífeyrissjóðs FÍA og er opinn öllum félagsmönnum FÍA. Í sjóðnum sem eru tæpir 59 milljarðar að stærð eru rúmlega 1.000 sjóðfélagar. Eignastýring Arion banka hefur annast rekstur og eignastýringu lífeyrissjóðsins frá 2012.
Hlutverk sjóðsins er að tryggja sjóðfélögum, mökum þeirra og börnum lífeyri. Réttindaávinnsla er aldurstengd, þ.e. iðgjald sem greitt er á yngri árum veitir meiri réttindi en það sem greitt er síðar því það ávaxtast í lengri tíma. Iðgjöld til EFÍA eru skv. kjarasamningi FÍA, nú að lágmarki 20% af launum sjóðfélaga sem skiptist í 4% framlag launþega og 16% framlag launagreiðanda. Sjóðfélögum er heimilt að lækka iðgjald til samtryggingaverndar og verja þannig hluta iðgjaldsins til öflunar lífeyrisréttinda í séreign.
Stjórn og framkvæmdastjórn
Stjórn EFÍA er skipuð fimm stjórnarmönnum. Þrír stjórnarmenn eru kjörnir af sjóðfélögum, til tveggja ára í senn og tveir eru tilnefndir af launagreiðendum í hlutfalli við iðgjaldagreiðslur þeirra til sjóðsins, til eins árs í senn. Launagreiðendur skipa jafnframt tvo varamenn en aðrir varamenn eru kjörnir af sjóðfélögum. Stjórn kýs sér sjálf formann og skiptir að öðru leyti með sér verkum. Engin takmörk eru á hámarkstíma sem aðalmaður má sitja í stjórn sjóðsins. Allir sjóðfélagar, jafnt greiðendur sem lífeyrisþegar, eiga rétt til fundarsetu á ársfundi með málfrelsi og tillögurétti.
Framkvæmdastjóri | Guðmundur Thorlacius Ragnarsson | gudmundur.t.ragnarsson@arionbanki.is |
Formaður | Sturla Ómarsson | sturla@efia.is |
Varaformaður | Kjartan Jónsson | kjartan@efia.is |
Meðstjórnandi | Salvör Egilsdóttir | seg.crew@icelandair.is |
Meðstjórnandi | Sigrún Hjartardóttir | sigrunh@icelandair.is |
Meðstjórnandi | Magnús Jón Magnússon | magnusjm@icelandair.is |
Varamaður | Gauti Sigurðsson | gsi.crew@icelandair.is |
Varamaður | Arna Óskarsdóttir | arna.oskars@gmail.com |
Varamaður | Davíð Smári Jóhannsson | davidsmari@gmail.com |
Varamaður | Íris Hulda Þórisdóttir | iris@icelandairgroup.is |
Varamaður | Ari Guðjónsson |
ari@icelandairgroup.is |
Gögn og greinar
Greinar
Ársreikningar
Samþykktir
Tryggingafræðileg úttekt
Stefnur
Reglur
Yfirlýsingar
Persónuvernd
EFÍA er umhugað um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Persónuvernd einstaklinga skiptir sjóðinn miklu máli og er lögð sérstök áhersla á að persónuupplýsingar séu unnar með lögmætum, sanngjörnum og gagnsæjum hætti.
EFÍA útvistar eignastýringu og daglegum rekstri sjóðsins, að undanskilinni framkvæmdastjórn, til Arion banka á grundvelli samnings við bankann. Nær öll vinnsla persónuupplýsinga fer því fram hjá Arion banka. EFÍA og Arion banki koma fram sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar á þeim vinnslum sem Arion banki gerir f.h. sjóðsins. Öll vinnsla persónuupplýsinga fer fram í samræmi við gildandi persónuverndarlög. Nánar um hvernig Arion banki vinnur persónuupplýsingar f.h. EFÍA er að finna í persónuverndaryfirlýsingu Arion banka, hér. Persónuverndaryfirlýsingin tekur til allra sjóðfélaga sjóðsins og annarra sem kunna að hafa samband við EFÍA.
Borgartúni 19, 105 Reykjavík
Kennitala: 650376-0809
Reikningur: 0329-26-007171
Lífeyrissjóðsnúmer: 180
Símatími kl. 10-15
efia@arionbanki.is
Sími sjóðfélaga: 444-8960
Sími launagreiðenda: 444-6500