Viðskipti með sjóði

Hvað þarf að gera til að hefja sjóðaviðskipti?

Til að geta átt viðskipti með sjóði þarf að stofna til verðbréfaviðskipta. Þú svarar nokkrum spurningum um þekkingu og reynslu á verðbréfaviðskiptum og í kjölfarið er stofnað verðbréfasafn sem er nauðsynlegt fyrir uppgjör viðskipta með verðbréf og sjóði.

Stofna til verðbréfaviðskipta

Sparnaður í sjóðum er líka fyrir börn

Ef þú ert forráðamaður ófjárráða einstaklings getur þú stofnað vörslureikning fyrir ófjárráða. Vinsamlegast sláðu inn upplýsingar þínar sem forráðamanns þess ófjárráða.

Stofna til verðbréfaviðskipta

Það er hagstæðara að eiga viðskipti með sjóði í Arion appinu og netbankanum

Veittur er 25% afsláttur af upphafsþóknun og afgreiðslugjald er fellt niður við kaup í sjóðum í Arion appinu og í netbankanum.

Reglulegur sparnaður í sjóðum

Veittur er 50% afsláttur af upphafsþóknun og 100% afsláttur af afgreiðslugjaldi í reglulegum sparnaði í sjóðum. Margir kjósa að vera með áskrift í fleiri en einum sjóði, leggja t.d. 15.000 kr. fyrir og deila upphæðinni á þrjá ólíka sjóði fyrir mismunandi markmið. Gjarnan er talað um skattalegt hagræði af því að spara í sjóðum því ekki er greiddur fjármagnstekjuskattur fyrr en við innlausn.


Líka fyrirtæki og aðrir lögaðilar

Fyrirtæki og aðrir lögaðilar geta nú átt í verðbréfaviðskiptum með rafrænum hætti, í Arion appi eða netbanka. Í Arion appinu og netbanka er hægt að fylgjast með stöðu eignanna, ávöxtun og sækja hreyfingayfirlit hvenær sem þér hentar.

Kynntu þér málið

Hvernig getum við
aðstoðað þig?

Við getum aðstoðað þig við að byggja upp sparnað, velja sjóði og sparnaðarreikninga sem henta þínum forsendum og markmiðum.
 
Sendu okkur línu og við höfum samband.

Við mælum með að þú
kynnir þér eftirfarandi:

Huga þarf að fjárfestingartíma áður en ákvörðun um fjárfestingu er tekin. Fjárfestingarstefna sjóðs segir til um markmið með eignasamsetningu sjóðsins, en eignir geta ýmist verið innlán, ríkisvíxlar, skuldabréf, hlutabréf og/eða aðrir fjármálagerningar.

Hlutabréf hafa að jafnaði meiri gengissveiflur en skuldabréf. Skuldabréf með langan meðallíftíma eru svo almennt háð meiri gengissveiflum en skuldabréf með stuttan meðallíftíma. Ávöxtun og þróun á gengi sjóðs ákvarðast af breytingum á verði þessara undirliggjandi eigna. Hægt er að áætla út frá fjárfestingarstefnu sjóðs hvort líklegt sé að miklar sveiflur verði á gengi undirliggjandi eigna, og þar af leiðandi gengissveiflur sjóðsins, til skemmri og lengri tíma.

Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að gengissveiflur geta bæði verið jákvæðar og neikvæðar.

Fjárfestir A sem ætlar að ávaxta fjármagn í skamman tíma myndi velja sjóð með stuttan meðallíftíma og litlar gengissveiflur til að draga úr líkum á að tap verði á fjárfestingunni vegna neikvæðra skammtíma gengissveifla.

Fjárfestir B gæti haft meira áhættuþol vegna þess að hann hyggst fjárfesta til lengri tíma. Slíkur fjárfestir gæti frekar kosið að fjárfesta í sjóði sem hefur meiri gengissveiflur og tilheyrandi áhættu í von um hærri ávöxtun í lok fjárfestingartímans. Mikilvægt er því að hafa í huga að almennt jafnast skammtímasveiflur út til lengri tíma litið og áhættusamt er að kaupa til skamms tíma í sjóði sem fjárfestir í löngum skuldabréfum eða hlutabréfum fremur en að kaupa til lengri tíma í sama sjóði. Þannig samræmast mismunandi fjárfestingastefnur sjóða mismunandi tímalengdum fjárfestinga og mikilvægt að fjárfest sé í þeim afurðum sem samræmast þörfum viðkomandi fjárfestis.

Áhættuþol fer að miklu leyti eftir því hve lengi á að spara sem og fjárhagsstöðu viðkomandi. Þeir sem ætla að leggja fyrir til langs tíma eru oft betur í stakk búnir til að taka meiri áhættu til að hámarka ávöxtun en þeir sem koma til með að spara til skemmri tíma. Fjárhagsstaða getur einnig haft áhrif á hversu mikla áhættu er æskilegt að taka við ávöxtun sparifjár.

Mikilvægt er að taka tillit til markmiðs og tilgangs sparnaðar. Ef sparnaður á að vera varasjóður til að geta sótt í ef til fjárhagslegra áfalla kemur eða ef góð tækifæri bjóðast er æskilegt að velja áhættulítinn sjóð með litlar sveiflur í ávöxtun.

Þar sem verðsveiflur eru einn helsti mælikvarðinn á áhættu, eru fjármálagerningar með litlum verðsveiflum taldir áhættulitlir en fjármálagerningar með miklum verðsveiflum taldir áhættumiklir. Ef halda á áhættu í lágmarki er því gott að velja sjóð með litlum verðsveiflum. Ef vilji er fyrir því að taka meiri áhættu í þeim tilgangi að reyna að ná enn hærri ávöxtun er gott að velja sjóð með meiri sveiflum í ávöxtun.

Athugið að áhættumælikvarði tekur einungis til sögulegra verðsveiflna sjóðsins og því er ekki tekið tillit til tapsáhættu í þeim mælikvarða.

Spurt og svarað

Almennur fyrirvari vegna fjárfestinga í sjóðum

Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta, svo sem hætta á að ekki verði um neina ávöxtun að ræða eða að höfuðstóll tapist. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um árangur í framtíð. Vakin er athygli á að ávöxtun getur aukist eða minnkað vegna gengisflökts. Ávöxtun sem hér er birt er í íslenskum krónum.

Í útboðslýsingu og lykilupplýsingum verðbréfasjóða og sérhæfðra sjóða fyrir almenna fjárfesta er að finna nánari upplýsingar um viðkomandi sjóð, m.a. um áhættu og hvort umræddur sjóður telst verðbréfasjóður eða sérhæfður sjóður fyrir almenna fjárfesta. Varðandi þá sjóði sem er að finna á vefsíðu bankans undir yfirliti sjóða þá má nálgast útboðslýsingu, lykilupplýsingar o.fl. vegna viðkomandi sjóðs með því að smella á heiti sjóðs. Jafnframt er hægt að nálgast framangreind gögn í útibúum bankans. Upplýsingar þær sem hér koma fram eru einungis veittar í upplýsingaskyni og þær ber ekki að skoða sem tilboð á einn eða annan hátt og ekki skal líta á efnið sem ráðgjöf um kaup, sölu eða aðra ráðstöfun tiltekinna fjármálagerninga.

Arion banki er helsti söluaðili sjóða Stefnis hf. sem er með starfsleyfi frá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Ísland sem rekstrarfélag verðbréfasjóða skv. lögum nr. 116/2021, um verðbréfasjóði og rekstraraðili sérhæfðra sjóða skv. lögum nr. 45/2020, um rekstraraðila sérhæfðra sjóða. Stefnir er sjálfstætt starfandi fjármálastofnun sbr. lög nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Stefnir er dótturfélag Arion banka hf.

Upplýsingar þær sem hér koma fram byggja á heimildum sem taldar eru áreiðanlegar en ekki er hægt að ábyrgjast að þær séu réttar. Áskilinn er réttur til leiðréttinga. Arion banki eða starfsmenn bankans bera enga ábyrgð á ákvörðunum eða viðskiptum sem aðilar kunna að eiga í ljósi þeirra upplýsinga sem hér koma fram.

*Markaðsefni

Vakin er athygli á að þetta er markaðsefni sem miðlað er í markaðslegum tilgangi. Ekki er um að ræða upplýsingar sem bankinn þarf að veita samkvæmt lögum né skuldbindandi samning. Ekki er nóg að lesa upplýsingarnar sem hér eru veittar til að taka ákvörðun um fjárfestingu.