Góð yfirsýn yfir verðbréfasafnið þitt

Í Arion appinu getur þú fylgst með þínum hlutabréfum ásamt því að skoða hreyfingayfirlit og ávöxtun. Þú getur stundað viðskipti með öll félög sem eru skráð á Aðalmarkað og First North. Þar getur þú einnig fylgst með rauntímagengi skráðra hlutabréfa á Aðalmarkaði þér að kostnaðarlausu.

Einfalt er að kaupa og selja bréf og hægt að ljúka viðskiptum með nokkrum smellum. Veittur er 25% afsláttur af þóknun vegna hlutabréfaviðskipta sem eru framkvæmd í appi eða netbanka.

  • Yfirlit eigna og ávöxtun hlutabréfa
  • Yfirlit viðskipta í vinnslu
  • Hreyfingayfirlit
  • Rauntímastaða hlutabréfa 
  • Nánari upplýsingar um valin félög
  • Einfalt og öruggt kaup- og söluferli

Til að geta átt í viðskiptum með hlutabréf
eða sjóði þarf að byrja á að stofna til verðbréfaviðskipta

Þú svarar nokkrum spurningum um þekkingu og reynslu á verðbréfaviðskiptum og í kjölfarið er stofnað vörslusafn. Vörslusafn er bankareikningur sem tengist verðbréfasafni og er nauðsynlegt fyrir uppgjör viðskipta með verðbréf og sjóði.

1

Stofna til verðbréfaviðskipta

2

Velja viðeigandi sjóð eða hlutabréf

3

Viðskiptin fara í vinnslu

4

Eignin birtist í vörslusafninu þínu

Við mælum með
að þú kynnir þér eftirfarandi:

Áður en ákvörðun um fjárfestingu er tekin þarf að huga að fjárfestingartímanum. Áhætta er órjúfanlegur þáttur fjárfestinga en áhættusamar fjárfestingar fela að jafnaði í sér væntingar um hærri ávöxtun. Líta má á áhættu sem sveiflur í ávöxtun og hlutabréf sveiflast yfirleitt meira en skuldabréf og eru því talin áhættumeiri en á móti kemur að til lengri tíma geta þau skilað hærri ávöxtun. Ef ætlunin er að fjárfesta til skamms tíma er æskilegt að taka minni áhættu og velja fjárfestingar með litlum gengissveiflum. Mikilvægt er að hafa í huga að hærri ávöxtun er almennt talin hafa í för með sér meiri áhættu.

Eins og áður sagði hafa hlutabréf að jafnaði meiri gengissveiflur en skuldabréf. Skuldabréf með langan meðallíftíma eru svo almennt háð meiri gengissveiflum en skuldabréf með stuttan meðallíftíma. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að gengissveiflur geta bæði verið jákvæðar og neikvæðar.

Áhættuþol fer að miklu leyti eftir því hve lengi á að spara sem og fjárhagsstöðu. Þeir sem ætla að leggja fyrir til langs tíma eru oft betur í stakk búnir til að taka meiri áhættu til að hámarka ávöxtun en þeir sem koma til með að spara til skemmri tíma. Fjárhagsstaða getur einnig haft áhrif á hversu mikla áhættu er æskilegt að taka við ávöxtun sparifjár.

Mikilvægt er að taka tillit til markmiðs fjárfestingar og tilgangs sparnaðar. Ef sparnaður á að vera varasjóður til að geta sótt í ef til fjárhagslegra áfalla kemur eða ef góð tækifæri bjóðast er æskilegt að velja áhættuminni fjárfestingu eða fjárfestingar með minni sveiflur í ávöxtun.

Þar sem verðsveiflur eru einn helsti mælikvarðinn á áhættu, eru fjárfestingar með litlar verðsveiflur taldar áhættuminni en fjárfestingar með miklum verðsveiflum. Ef halda á áhættu í lágmarki er ákjósanlegra að velja fjárfestingu með litlum verðsveiflum. Ef vilji er fyrir því að taka meiri áhættu í þeim tilgangi að reyna að ná enn hærri ávöxtun getur verið ákjósanlegt að velja fjárfestingu með meiri sveiflum í ávöxtun.

Spurt og svarað

Fyrirvari

Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta, svo sem hætta á að ekki verði um neina ávöxtun að ræða eða að höfuðstóll tapist. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um árangur í framtíð. Þá er vakin athygli á að ávöxtun getur aukist eða minnkað vegna gengisflökts gjaldmiðla. Umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu eða ráðgjöf um að ráðast í eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum. Upplýsingar þær sem hér koma fram byggja á heimildum sem taldar eru áreiðanlegar en ekki er hægt að ábyrgjast að þær séu réttar. Áskilinn er réttur til leiðréttinga. Arion banki eða starfsmenn bankans bera enga ábyrgð á ákvörðunum eða viðskiptum sem aðilar kunna að eiga í ljósi þeirra upplýsinga sem hér koma fram.

Varðandi samanburð þann sem unnt er að gera á síðunni, ef viðskiptavinur kýs, skal tekið fram að samanburðurinn kann að vera marklaus. Fjármálagerningar fela í sér mismunandi áhættu og áður en tekin er ákvörðun um fjárfestingu er mikilvægt að kynna sér vel eðli viðkomandi fjármálagernings og áhættur tengdar honum. Samanburðurinn er einungis til upplýsingar en ætti ekki að vera lagður til grundvallar viðskiptum að óathuguðu máli. Ekki skal litið á niðurstöðu samanburðar sem ráðleggingu um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu.