Helga Dögg Flosadóttir
Að spjalla við Helgu Dögg, stofnanda og framkvæmdastjóra Atmonia, er ekki bara fræðandi og áhugavert heldur einnig virkilega hvetjandi.
Að spjalla við Helgu Dögg, stofnanda og framkvæmdastjóra Atmonia, er ekki bara fræðandi og áhugavert heldur einnig virkilega hvetjandi.
Sunna Björg hefur verið í stjórnunarstörfum nánast frá útskrift úr BS námi sínu í efna- og vélarverkfræði frá Háskóla Íslands.
Helga Reynisdóttir, ljósmóðir og fyrirtækjaeigandi, hefur síðustu árin ákveðið að láta slag standa og hræðast ekki hið óþekkta.
Guðbjörg Edda hefur langa og farsæla reynslu úr atvinnulífinu, bæði hérlendis og á alþjóðavísu.
Guðrún Valdís var valin „Rísandi stjarna ársins“ af Nordic Women in Tech árið 2023 og hefur setið í stjórn ýmissa félagasamtaka.
Árið 2016 stofnaði Ragna Margrét hönnunarstofuna M/STUDIO, ásamt Kristbjörgu Maríu, og þar kviknaði svo sprotinn sem varð síðar að Pikkoló.
Sylvía Briem er hugmyndarík og einlæg athafnakona sem kemur til dyranna eins og hún er klædd.
Gerði í Blush hefur tekist að skapa stöndugt og rótgróið fyrirtæki og hefur lært margt á vegferðinni sem hún segir okkur frá í myndbandinu hér til hliðar. Hún hefur reynslu af markaðsstörfum, vöruþróun og uppbyggingu vörumerkja. Hún stofnaði Blush árið 2011 og aðeins áratug síðar var fyrirtækið valið Besta íslenska vörumerkið tvö ár í röð. Gerður var meðal annars valin Markaðsmanneskja ársins 2021 og situr í stjórn Ölgerðarinnar.
Snædís Ögn Flosadóttir, forstöðumaður á mörkuðum hjá Arion banka, hefur á síðustu misserum getið sér gott orð fyrir að tala á skýran og aðgengilegan hátt um fjárfestingar og fjármálalæsi. Snædís hefur verið í fararbroddi átaksverkefnisins „Konur fjárfestum“ hjá bankanum. Í myndbandinu hér til hliðar útskýrir Snædís hvers vegna það er mikilvægt fyrir samfélagið í heild að konur láti í auknum mæli til sín taka í fjárfestingum og byggi upp sparnað sinn - og að við brúum kynjabilið í þessum málum.
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Lestu um hvernig við notum vafrakökur og hvernig þú getur stjórnað þeim með því að smella á "Stillingar fótspora".