Að sjá lífið fyrir - fjárfestingar, lífeyrissjóðir og tryggingar 

Hittumst á 2. hæð á Vinnustofu Kjarvals, Austurstræti 10a.

Að þessu sinni ætlum við að skoða hvernig þú getur látið lífeyrissjóðinn þinn og fjárfestingarnar vinna saman, svo þú og þínir getir haft það sem best í framtíðinni. Einnig ætlum við að skoða hvar tryggingar koma inn í myndina.

Dagskrá:

Birna Rún Eiríksdóttir, leikkona og uppistandari, deilir sinni reynslu – þeirri samantekt vill engin kona missa af!

Snædís Ögn Flosadóttir kafar dýpra í fjárfestingar, skoðar hvar lífeyrissjóðurinn stígur inn í og hvers vegna ákvarðanirnar sem við tökum reglulega yfir ævina skipta heilmiklu máli.

Að lokum fer Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, forstjóri Varðar, yfir mikilvægi þess að vera rétt tryggð.

Fyrirlesturinn er um klukkustund, spjall og spurningar í kjölfarið.

Hvetjum vinkonur til að mæta saman, eiga góða kvöldstund og halda umræðunni áfram að loknum fyrirlestri.

Hvar: Vinnustofa Kjarvals, Austurstræti 10a, 2. hæð
Hvenær: 23. janúar kl. 17:00

Skráning

Að lokum, viltu svara spurningunni hér fyrir neðan í tölustöfum svo við vitum að þú sért ekki vélmenni? :)

Skráðar munu fá senda tölvupósta sem tengjast skráningu á viðburðinn.