Stofnun fyrirtækja

Langar þig að stofna fyrirtæki?

Förum yfir hvernig þú stofnar fyrirtæki og hverju þarf að huga að í léttu spjalli í Húsi máls og menningar, Reykjavík

Dagskrá:

Helga Sigurrós Valgeirsdóttir, forstöðumaður á fyrirtækjasviði í Arion banka, fer yfir praktísku málin um hvernig þú stofnar fyrirtæki.

Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, forstjóri Varðar, fer yfir hvað þarf að hafa í huga þegar kemur að tryggingum fyrirtækja.

Sylvía Briem Friðjónsdóttir deilir að lokum reynslu sinni sem fyrirtækjaeigandi. Hún er einn af stofnendum Steindals ehf., sem var stofnað árið 2019 og fékk viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki aðeins þremur árum síðar. Nýlega keypti hún, ásamt samstarfsaðilum, einn stærsta fasteignavef landsins, Fastann (fastinn.is), og horfir björtum augum til framtíðar þar. Auk þess er hún einn af stofnendum hlaðvarpsins Normsins, sem gaf út 220 þætti og óx í umfangsmikinn rekstur.

Fyrirlesturinn er um klukkustund, spjall og spurningar í kjölfarið.

Hvetjum vinkonur til að mæta saman, eiga góða kvöldstund og halda umræðunni áfram að loknum fyrirlestri.

Hvar: Hús máls og menningar, Reykjavík
Hvenær: 22. janúar kl. 17:00

Skráning

Að lokum, viltu svara spurningunni hér fyrir neðan í tölustöfum svo við vitum að þú sért ekki vélmenni? :)

Skráðar munu fá senda tölvupósta sem tengjast skráningu á viðburðinn.