Hagkerfið og skuldabréf

- Hvernig hafa stýrivextir áhrif á íbúðalánið þitt?

Langar þig að fræðast um hagkerfið og skuldabréf?

Hittumst í Fantasíu-salnum á Vinnustofu Kjarvals og förum yfir hagkerfið, skuldabréf og hvernig stýrivextir hafa áhrif á íbúðarlánið þitt.

Dagskrá:

Lilja Sólveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka, fer yfir stöðuna í hagkerfinu og efnahagshorfurnar.

Ragnheiður Bjarnardóttir, sjóðstjóri hjá Stefni, fræðir okkur um skuldabréf, muninn á óverðtryggðu og verðtryggðu, samband stýrivaxta og ávöxtunarkröfu skuldabréfa, hvernig bankar og ríki fjármagna sig, skuldabréfasjóði o.s.frv.

Fyrirlesturinn er um 1 klukkustund, spjall og spurningar í kjölfarið.

Hvetjum vinkonur til að mæta saman, eiga góða kvöldstund og halda umræðunni áfram að loknum fyrirlestri.

Öll velkomin!

Hvar: Fantasíu-salurinn á Vinnustofu Kjarvals, Reykjavík
Hvenær: 2. apríl kl. 17:00

Skráning

Að lokum, viltu svara spurningunni hér fyrir neðan í tölustöfum svo við vitum að þú sért ekki vélmenni? :)

Skráðar munu fá senda tölvupósta sem tengjast skráningu á viðburðinn.