Hlutabréf og hagkerfið –
hönd í hönd
Langar þig að fræðast um það hvernig hlutabréfamarkaðurinn og hagkerfið haldast hönd í hönd?
Hittumst á Betri stofunni, Hafnarfirði og förum yfir hvað er að gerast á hlutabréfamarkaði þessa dagana og hvaða áhrif hagkerfið hefur á heildarmyndina.
Ellen Hine, verðbréfamiðlari hjá Arion, og Helena Kristín Brynjólfsdóttir, viðskiptastjóri Premía, ræða um íslenskan hlutabréfamarkað.
Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, fer síðan yfir stöðuna í hagkerfinu og efnahagshorfurnar.
Fyrirlesturinn er um klukkustund, spjall og spurningar í kjölfarið.

Hvetjum vinkonur til að mæta saman, eiga góða kvöldstund og halda umræðunni áfram að loknum fyrirlestri.
Hvar: Betri stofan, Hafnarfirði
Hvenær: 19. febrúar kl. 17:30
Skráning
Skráðar munu fá senda tölvupósta sem tengjast skráningu á viðburðinn.