Hvernig stofna ég fyrirtæki?
Förum yfir hvernig þú stofnar fyrirtæki og hverju þarf að huga að í léttu spjalli í nýju frumkvöðlasetri DriftEA við Strandgötu 1, Akureyri.
Dagskrá:
Iða Brá Benediktsdóttir opnar viðburðinn og segir okkur frá „Konur fjárfestum“ verkefninu sem Arion banki setti á laggirnar í upphafi árs 2024 til að efla þátttöku kvenna á fjármálamarkaði.
Guðmunda Ósk Kristjánsdóttir, forstöðumaður á fyrirtækjasviði í Arion banka, fer yfir praktísku málin um hvernig þú stofnar fyrirtæki.
Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, forstjóri Varðar, fer yfir hvað þarf að hafa í huga þegar kemur að tryggingum fyrirtækja.
Gerður Huld Arinbjarnardóttir eigandi Blush segir okkur að lokum frá reynslusögu sinni af því að stofna fyrirtæki 21 árs með hugrekkið að vopni. Gerði hefur tekist að skapa stöndugt og rótgróið fyrirtæki og hefur lært margt á vegferðinni sem hún ætlar að deila með okkur.
Skráning
Hvetjum vinkonur til að mæta saman, eiga góða kvöldstund og halda umræðunni áfram að loknum fyrirlestri.
Hvar: DriftEA, Strandgötu 1, Akureyri
Hvenær: 10. desember kl. 17:00
Skráðar munu fá senda tölvupósta sem tengjast skráningu á viðburðinn.