Fjármagnstekjur kvenna eru að aukast
Konur hafa sótt í sig veðrið í fjárfestingum en undanfarin ár hafa fjármagnstekjur kvenna, sérstaklega í yngri aldurshópum, verið að aukast. Árið 2022 var hækkun fjármagnstekna kvenna mjög áberandi en þá hækkuðu þær um 23% frá fyrra ári. Á sama tíma hækkuðu fjármagnstekjur karla um 13%. Mesta hækkunin var hjá konum á aldrinum 16-19 ára þar sem fjármagnstekjur hækkuðu um 103%.
Heimild: Hagstofa Íslands