Fjárfestingarkeppni

Við kynnum til leiks Konur fjárfestum - fjárfestingarkeppni í samstarfi við Dyngju þar sem þú lærir að fjárfesta án þess að taka óþarfa áhættu.

 

Skráðu þig til leiks
í gegnum Dyngju appið

Þú skráir þig til leiks í gegnum Dyngju appið og færð í kjölfarið 10 milljón sýndarveruleikakrónur til þess að fjárfesta með.

Þú getur fjárfest í sjóðum Stefnis og öllum hlutabréf sem eru skráð á aðalmarkað Nasdaq á Íslandi.

Ætlar þú að vinna
fjárfestingarkeppnina?

Keppnin hefst 24. febrúar og stendur til 23. mars en á þessu tímabili munt þú fjárfesta á raunverulegum markaði með það að markmiði að ná fram sem mestri ávöxtun. Sigurvegari keppninnar er síðan sá sem hefur náð fram mestri ávöxtun á tímabilinu.

Heildarverðmæti vinninga eru 275.000 kr.

 

Konur fjárfestum fjárfestingarkeppnin
hefst 24. febrúar!

Markmið keppninnar er að efla fræðslu um fjármál og fjárfestingar. Þannig má segja að þátttaka sé kjörið tækifæri til að prófa sig áfram í fjárfestingum í rauntíma, án þess að taka nokkra áhættu. Við viljum því hvetja konur til að skoða fræðsluefnið sem má finna í Dyngju-appinu, þar sem farið er yfir helstu atriði og hugtök tengd fjárfestingum. Við hvetjum þær einnig til að mæta á viðburði Konur fjárfestum og dýpka þekkingu sína á fjármálum og fjárfestingum.

Konur fjárfestum viðburðir framundan

Fjárfestingar, lífeyrissjóðir og tryggingar

 
Vinnustofa Kjarvals, 2. hæð, Reykjavík
Kl. 17:00

SKRÁNING

Leikreglur

  • Aðeins konur geta unnið verðlaun.
  • Til að eiga möguleika að vinna verðlaun þarf að skrá sig til leiks fyrir 3. mars (konum er velkomið að taka þátt eftir 3. mars en geta þá ekki unnið til verðlauna).
  • Það er ekki hægt að kaupa og selja eignir innan sama dags, þú verður að eiga eign í félagi í að minnsta kosti 1 dag og það er 0,75% þóknun á sölufærslum.
  • Til að eiga möguleika á verðlaunum þarf að dreifa fjármunum, þ.e. sú sem tekur þátt skal eiga í að lágmarki fjórum fyrirtækjum yfir keppnina.
  • Ef einstaklingur verður sekur um innherjasvindl eða misnotar upplýsingar um verðþróun á sá aðili hættu á að verða vikið úr keppni.
  • Aðeins er hægt að kaupa og selja eignir á opnunartíma íslensku kauphallarinnar, sem er frá 9:30 til 15:30 alla virka daga.
  • Aðeins er heimilt að hafa einn aðgang í keppninni sem má einungis einu sinni skrá sig til leiks á og hann skal vera skráður á nafn viðkomandi keppanda.

Spurt og svarað