Spörum fyrir framtíðinni
Sparnaður er mikilvægur til þess að öðlast fjárhagslegt öryggi og hafa svigrúm til að mæta óvæntum útgjöldum. Við höfum tekið saman nokkur ráð varðandi sparnað.
Víða má sjá jákvæða þróun en almennt má segja að þróunin þurfi að vera mun hraðari því það er lykilatriði fyrir farsæla og jafna þróun samfélagsins að öll kyn taki þátt í fjármögnun þess með því að fjárfesta og hafa þannig jöfn áhrif og jafna rödd í þróun samfélagsins.
Þátttaka í fjármálamarkaði, ásamt nauðsynlegu fjármálalæsi, er mikilvæg leið til að hafa áhrif í samfélaginu, samfara því að byggja upp eigin fjárhagslega framtíð. Við viljum leggja okkar af mörkum til að jafna þennan mun og þátttöku kynjanna á íslenskum fjármálamarkaði.
Sparnaður er mikilvægur til þess að öðlast fjárhagslegt öryggi og hafa svigrúm til að mæta óvæntum útgjöldum. Við höfum tekið saman nokkur ráð varðandi sparnað.
Mun einfaldara er að taka fyrstu skrefin í fjárfestingum en margir halda. Þó er vert er að hafa nokkur atriði í huga áður en farið er af stað í að fjárfesta.
Í þinni vegferð í fjárfestingum muntu vafalaust rekast á ný hugtök. Við viljum hjálpa þér að skilja fjárfestingarumhverfið sem best og því er hér hugtakalisti sem getur vonandi komið að góðum notum.
Viðbótarlífeyrissparnaður er einn hagstæðasti sparnaður sem okkur stendur til boða. Launþegi leggur fyrir allt að 4% af launum sínum mánaðarlega og fær 2% mótframlag frá launagreiðanda sem fer líka í sparnaðinn. Um er að ræða mikilvæga viðbót þegar starfslokum er náð en sparnaðurinn getur líka nýst við að fjármagna húsnæði.
Ójöfn staða sambúðaraðila hvað varðar lífeyrisréttindi hefur verið nokkuð í umræðunni. Mögulegt er fyrir sambúðaraðila að skipta eftirlaunaréttindum. Ýmislegt þarf að hafa í huga þegar metið er hvort skipting henti.
Það er einfaldara en margur heldur að stofna fyrirtæki en það sem er í raun flóknast er að marka sér sérstöðu og tryggja rekstrargrundvöll félagsins. Ef þú ert með hugmynd að rekstri eða ert nú þegar með rekstur á eigin kennitölu er í raun ekkert því til fyrirstöðu að þú stofnir fyrirtæki utan um starfsemina.
Stærsti sparnaður hins almenna fjárfestis liggur öllu jafna í lífeyrissjóði en þangað streymir árlega að jafnaði ígildi tveggja mánaðarlauna. Aukinn áhugi á fjárfestingum ætti að hvetja til aukins áhuga á lífeyrissjóðum. Gagnlegt er þekkja áherslur lífeyrissjóðs síns og stöðu sparnaðarins.
Misjafnt er hvort við séum skyldugar til að greiða í ákveðinn lífeyrissjóð eða hvort við höfum frelsi til að velja lífeyrissjóð fyrir skyldulífeyrissparnaðinn okkar. Ef þú hefur frelsi til að velja ættir þú að vanda valið því uppbygging lífeyrissjóða er misjöfn.
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Lestu um hvernig við notum vafrakökur og hvernig þú getur stjórnað þeim með því að smella á "Stillingar fótspora".