Þín bankaviðskipti, á þínum forsendum

Við bjóðum upp á fjölbreytta og þægilega þjónustu í netbankanum, þar sem fyrirtæki geta sinnt öllum helstu bankaviðskiptum sínum.

Stofna til viðskipta

Lykilnotendur stýra ferðinni

Með auknum aðgangsheimildum geta lykilnotendur stýrt aðgöngum notenda, stofnað innlánsreikninga, yfirdrætti og kreditkort ásamt því að geta breytt heimildum korta eftir þörfum.

Kynntu þér málið

Kortakvittanir beint til bókarans

Til að einfalda bókun á kreditkortafærslum geta korthafar fyrirtækjakorta hengt kvittun við kreditkortafærslur og sent í netbankann.

Sjá nánar

Skipta á milli notenda

Fyrirtækjanotendur geta á einfaldan hátt skipt á milli notenda mismunandi fyrirtækja í netbankanum þegar rafræn skilríki eru notuð við innskráningu.

Þjónustuþættir

 

Innheimtuþjónusta

Skilvirk leið til að gefa út og innheimta viðskiptakröfur fyrir fyrirtæki, félög og einstaklinga með eigin atvinnurekstur.

Erlendar greiðslur

Sparaðu tíma og fyrirhöfn og sendu erlendar greiðslur úr netbankanum. Hentar bæði stórum og smáum fyrirtækjum.

Rafræn skjöl

Rafræn birting skjala í netbankanum, s.s. launaseðlar og greiðsluseðlar. Sparar kostnað í rekstri.

Verðbréf

Einfalt er að fylgjast með verðbréfasafni ásamt því að kaupa og selja með örfáum smellum.

Greiðslubunkar

Þægileg leið til að greiða margar greiðslur samtímis á einfaldan og skilvirkan hátt. Hentar m.a. sérstaklega vel fyrir launagreiðslur.

Ógreiddir reikningar

Yfirlit yfir ógreidda reikninga veitir góða yfirsýn á útistandandi greiðslur.

Innlán

Hreyfingaryfirlit og ítarupplýsingar um innlánsreikninga, ásamt möguleika á færsluleit. Lykilnotendur geta stofnað reikninga og sótt um yfirdráttarheimildir á veltureikninga.

Kreditkort

Yfirlit yfir kreditkort og hreyfingar þeirra. Lykilnotendur geta stofnað ný kreditkort, breytt heimildum og haft fulla stjórn á kortum sínum.

Útlán

Yfirlit yfir stöðu, ítarupplýsingar og greiðslusögu lána. Auðvelt er að greiða inn á lán eða ljúka uppgreiðslu með einföldum hætti.

Fleiri stafrænar lausnir

 

B2B vefþjónusta

Hægt er að tengja bókhaldskerfi beint við netbankann til að auðvelda daglegan rekstur með því að vinna í einu kerfi.

Nánar

Appið

Aðgangur að besta bankaappi* síðastliðinna átta ára fylgir netbankanotanda og þar geta notendur framkvæmt flestar fjárhagslegar aðgerðir.

* Skv. könnun Maskínu, 2024.

Nánar

Launagreiðendavefur

Skilagreinar, yfirlit og heildarstaða fyrir þá sem greiða í lífeyris- eða séreignarsjóði sem eru í rekstri hjá Arion banka.

Nánar

Öruggari bankaþjónusta

Netbankinn er ekki bara fljótlegri og þægilegri kostur í bankaþjónustu heldur einnig öruggari. Netbankinn er á https svæði sem er öruggt og dulkóðað. Við innskráningu geta notendur notast við:

Rafræn skilríki sem eru einföld og örugg leið til auðkenningar.
Nánar

Tveggja þátta auðkenning með notendanafni, lykilorði og öryggiskóða úr SMS eða auðkennisappi.
Nánar um app auðkenningu

Samþykktarferli

Greiðslusamþykktarferli í netbanka fyrirtækja tryggir fyrirtækjum að fleiri starfsmenn koma að greiðsluferlinu í þeim tilgangi að auka öryggi við greiðslur.

Einn eða fleiri notendur þurfa að samþykkja greiðslur áður en þær eru endanlega inntar af hendi, hvort sem þær eru innlendar eða erlendar.

Nánar