Auknar heimildir í netbanka lögaðila

Hvað er lykilnotandi?

Allir lögaðilar, atvinnurekendur og fyrirtæki geta óskað eftir stofnun lykilnotanda. Þessi aðili hefur auknar heimildir í netbanka og getur framkvæmt athafnir sem almennir notendur geta ekki. Lykilnotendur geta meðal annars:

  • Haldið utan um netbankaaðganga starfsmanna; skoðað, stofnað og stýrt aðgöngum í rauntíma
  • Stofnað helstu vörur bankans; kreditkort, veltu-, sparnaðar- og gjaldeyrisreikninga.
  • Sótt um yfirdráttarheimild á yfirliti reikninga
  • Haft betri yfirsýn notkun kreditkorta, breytt heildarheimild fyrirtækis og heimildum hvers kreditkorts fyrir sig
  • Stofnað og afturkallað umboð á innlánsreikninga
  • Endursett lykilorð annarra notenda

Stofna lykilnotanda

Fyrsta skrefið er að fylla út umsóknareyðublað og senda á fyrirtaeki@arionbanki.is. Að því loknu sendum við skjalið í rafræna undirritun. Athugið að umsóknin þarf að vera undirrituð af þeim sem rita firmað í fyrirtækinu.

Leiðbeiningar

Frekari leiðbeiningar má finna hér fyrir neðan:

Aðgangsstýringar í netbanka - Lykilaðgangur - Notendahandbók

Aðrar tengdar lausnir

 

Aukin þægindi við kreditkortaumsýslu

Við höfum stóraukið rafrænt aðgengi viðskiptavina að kreditkortaumsýslu og ætlum okkur að halda áfram að vera leiðandi í stafrænni þróun til að hámarka ykkar árangur.

Meira um lykilnotendur og kortaumsýslu

 

 

Sendu kortakvittunina beint í netbankann

Til að einfalda bókun á kreditkortafærslum þá bjóðum við korthöfum upp á að hengja kvittun og skýringu á kostnaði við kreditkortafærslur. Ferlið er einfalt og er gert af korthöfum í Arion appinu.

Meira um kortakvittanir