Innkaupakort
Vildarpunktar per 1000 kr. | 0 punktar |
---|---|
Árgjald | 2.500 kr. |
Fæst fyrirframgreitt | Já |
Borga með símanum | Já |
Innkaupakort er kreditkort sem er sérsniðið að þörfum fyrirtækja sem vilja minnka umfang beiðna og reikningsviðskipta. Kortið er sérsniðið að innkaupum á vöru og þjónustu og bætir yfirsýn yfir reksturinn.
Hægt er að setja notkunarheimildir á hvert Innkaupakort eftir því hvaða hlutverk og ábyrgð notandi þess hefur. Setja má heildarúttektarmörk á mánuði og þannig stýra nákvæmlega hvað, hvar og hve mikið einstakir starfsmenn mega kaupa inn.
Ekki er hægt að nota innkaupakort til úttektar á reiðufé.
Veltutengdur afsláttur af árgjaldi korts:
- 50% afsláttur af árgjaldi ef ársvelta er yfir 1.000.000 kr.
- 100% afsláttur af árgjaldi ef ársvelta er yfir 1.500.000 kr.
Birt með fyrirvara um innsláttarvillur.