Aukin þægindi við kreditkortaumsýslu

 

Við höfum stóraukið rafrænt aðgengi viðskiptavina að kreditkortaumsýslu og ætlum okkur að halda áfram að vera leiðandi í stafrænni þróun til að hámarka ykkar árangur.

Lykilnotendur stýra ferðinni

Lykilnotendur netbanka hafa auknar heimildir og yfirsýn á kreditkortaumsýslu í netbanka Arion og ættu allir lögaðilar sem hyggjast vera í kreditkortaviðskiptum að hafa lykilnotanda.

Nánari upplýsingar um lykilnotendur og stofnun lykilaðgangs í netbanka

Heildarheimild ákvarðar hámarksnotkun

Í upphafi kreditkortaviðskipta þurfa fyrirtæki að skilgreina heildarheimild kreditkorta. Sú upphæð mun síðan stýra hámarks heildarnotkun allra kreditkorta fyrirtækis.

Lykilnotendur fyrirtækja geta óskað eftir stofnun eða breytingu á heildarheimild kreditkorta undir Kreditkort á vinstri valmynd netbankans. Samþykktar umsóknir þarf í framhaldi að undirrita rafrænt af firma fyrirtækis.

Heimildum breytt eftir þörfum, innan heildarheimildar

Þegar heildarheimild kreditkorta liggur fyrir hafa lykilnotendur fullan og ótakmarkaðan aðgang að því að breyta heimildum korta, svo lengi sem þær rúmast innan heildarheimilda fyrirtækis. Aðgerðin er aðgengileg á hverju korti fyrir sig og er gjaldfrjáls.

Í þessu ferli er ekki þörf á neinni undirritun, þar sem hvorki er um aukna fyrirgreiðslu eða breytingu á skilmálum að ræða.

Kreditkort stofnast strax

Lykilnotendur geta sömuleiðis stofnað allar gerðir kreditkorta í Vöruúrvali netbankans, svo lengi sem heimild hvers korts rúmast innan heildarheimildar fyrirtækis.

Þegar lykilnotandi hefur klárað flæðið í netbankanum fer samningur vegna kreditkorta til rafrænnar undirritunar hjá korthafa og í kjölfar undirritunar stofnast kreditkortið.

 

Korthafar nálgast allar upplýsingar í appinu

Okkur finnst að allir eigi að geta notað besta bankaapp á Íslandi*. Þess vegna er Arion appið opið öllum, hvort sem viðkomandi er í reglulegum viðskiptum við Arion eða ekki. Korthafar fyrirtækjakorta geta sótt Arion appið og nálgast allar upplýsingar kort sín um leið og kort hefur verið stofnað.

Í appinu geta korthafar:

  • Séð stöðu, heimild og ráðstöfunarupphæð korts
  • Séð færsluyfirlit korts
  • Nálgast PIN númer korts
  • Séð kortanúmer, gildistíma og CVC númer korts
  • Fryst kort
  • Samþykkt greiðslur í netverslun

Brátt munu þeir einnig geta tengt kort sín við Apple Pay eða Google Pay beint úr Arion appinu, þangað til geta þeir nálgast kortanúmerin í appinu og slegið inn í Wallet símtækis.

Nánar um arion appið

*Samkvæmt Maskínu 2024

 

Fjölbreytt úrval kreditkorta

Kortin eru mismunandi uppbyggð af fríðindum og ferðatryggingum. Ekki eru færslugjöld á kreditkortum heldur árgjald. Kreditkort henta vel í fyrir innkaup hvort sem er í verslunum eða á netinu og þægilegt er að tengja kortin við Apple Pay eða Google Pay.

Kynntu þér úrvalið