Sendu kortakvittunina beint í netbankann
Til að einfalda bókun á kreditkortafærslum þá bjóðum við korthöfum upp á að hengja kvittun og skýringu á kostnaði við kreditkortafærslur. Ferlið er einfalt og er gert af korthöfum í Arion appinu.
Einföld og skilvirk leið sem eykur bæði öryggi og þægindi
Um leið og korthafi hefur hengt kvittun og/eða skýringu við kreditkortafærslu verða upplýsingarnar aðgengilegar í netbanka. Þar geta starfsmenn sem sinna bókhaldi sótt gögnin og fært til bókunar.
Lausnin er þægileg og kemur upplýsingum á réttan stað með öruggum hætti og er ætluð til að einfalda líf korthafa og starfsfólks sem sinnir bókhaldi. Til þess að auka skilvirkni enn frekar vinnum við að því að koma upp vefþjónustu sem getur skilað gögnunum inn í bókhaldskerfi.
Fyrir korthafann
Viðbótarupplýsingar skráðar
við færslu
- Þegar verslað er með kreditkorti fyrirtækis fær korthafi senda tilkynningu frá Arion appinu.
- Korthafi getur smellt á tilkynninguna sem leiðir hann á upplýsingaskjá færslunnar. Einnig getur hann farið inn í appið, valið fyrirtækjakortið og færsluna.
- Á upplýsingaskjánum þarf að ýta á bréfaklemmuna, í hægra horninu, til þess að bæta viðhengi við færsluna.
- Þegar valið er að taka mynd þá opnast myndavél símtækis.
- Á upplýsingaskjánum er einnig hægt að velja að bæta við lýsingu.
- Korthafi skráir viðeigandi lýsingu.
- Sú lýsing birtist síðan á upplýsingaskjánum.
- Þegar viðbótarupplýsingar hafa verið skráðar þá birtist bréfaklemma við færsluna sem gefur til kynna að viðbótarupplýsingar (mynd og/eða lýsing) hafi verið hengdar við færsluna.
Fyrir bókarann
Upplýsingar birtast samstundis í netbanka
- Þær upplýsingar sem korthafi skráir verða samstundis aðgengilegar á hreyfingaryfirliti kreditkortsins í netbankanum. Færslur sem hafa viðhengi eða skýringu eru merktar með bréfaklemmu.
- Þegar smellt er á færslu er hægt að nálgast viðbótarupplýsingarnar, breyta þeim eða hlaða niður til þess að færa til bókunar.
Athugið að Arion banki áskilur sér rétt til þess að geyma gögn í tvö ár frá þeim degi sem þeim er hlaðið inn í app eða netbanka.
Frekari flokkun á færslum
Hvert fyrirtæki hefur val um að skilgreina tvo færslulykla sem korthafar geta notað til að flokka færslur. Dæmi um flokka eru verknúmer, fjárhagslykill, kostnaðarstöð, deild o.s.frv.
Mögulegt er að hafa einn eða tvo virka færslulykla og eru þeir virkjaðir með því að netbankanotendur fyrirtækja fara í Stillingar - Almennt - Færslulyklar, smella á Virkur og skrá Heiti lykils.
Þegar færslulykill hefur verið virkjaður er val um að forskrá valmöguleika fyrir korthafa undir hverjum færslulykli og er það gert með því að smella á plúsinn við hlið Heiti lykils og skrá Auðkenni og Heiti:
- Auðkenni er notað til þess að bjóða upp á lyklun við skráningar í bókhaldskerfum
- Heiti mun birtast korthöfum sem valmöguleikar færslulykils
Um leið og skráningar hafa verið vistaðar uppfærast færsluskjáir korthafa fyrirtækis:
- Skráðir færslulyklar birtast korthöfum.
- Þegar valmöguleikar hafa verið skráðir fyrir ákveðinn færslulykil þá birtast þeir korthöfum í lista.
- Ef engir valmöguleikar eru skráðir þá er frjáls innsláttur korthafa í boði.
Aðrar tengdar lausnir
Auknar heimildir
í netbanka lögaðila
Allir lögaðilar, atvinnurekendur og fyrirtæki geta óskað eftir stofnun lykilnotanda. Þessi aðili hefur auknar heimildir í netbanka og getur framkvæmt athafnir sem almennir notendur geta ekki.
Aukin þægindi við kreditkortaumsýslu
Við höfum stóraukið rafrænt aðgengi viðskiptavina að kreditkortaumsýslu og ætlum okkur að halda áfram að vera leiðandi í stafrænni þróun til að hámarka ykkar árangur.