Innheimtuþjónusta

Innheimtuþjónusta í netbankanum er skilvirk leið til að gefa út og innheimta viðskiptakröfur fyrir fyrirtæki, félög og einstaklinga með eigin atvinnurekstur. Með innheimtukerfinu sparast bæði tími og peningar.

Við erum að vinna í því að uppfæra viðmót í innheimtuþjónustu í netbankanum til að bæta enn frekar upplifun af þjónustunni.

Innheimta húsaleigu

Þegar sótt er um húsaleiguþjónustu þarf í upphafi að gera samning um innheimtuþjónustu og koma með undirritað frumrit af samningi í næsta útibú. Einnig þarf að fylla út beiðni um innheimtu húsaleigu og koma með í útibú eða senda í tölvupósti á arionbanki@arionbanki.is. Breytingar á upplýsingum um leigutaka, leiguupphæð og hvort leigan sé bundin vísitölu þarf að fylla út á beiðni um innheimtu húsaleigu.

Athugið að allar breytingar er varða þjónustuna þarf að tilkynna fyrir 20. hvers mánaðar.

Hægt er að hafa samband við þjónustuver bankans 444-7000 vegna frekari upplýsinga.

 

Hvað felst í þjónustunni?

  • Innheimta húsaleigu með greiðsluseðli gegnum innheimtuþjónustu sem hægt er að setja í beingreiðslur hjá hvaða banka sem er. Hentar fyrir smærri sem stærri leigusala. Innheimta á öðrum kostnaði eða sérgjöldum á sama greiðsluseðli, t.d. fyrir hita eða rafmagni svo að eitthvað sé nefnt
  • Greiðsluseðlar og yfirlit
  • Leigusali ákveður gjalddaga og eindaga
  • Hægt að velja upphæð vanskilagjalda og ákveða hvort það eigi að vera dráttarvextir. Greiddir greiðsluseðlar færast á reikning leigusala hjá bankanum
  • Skulda- og greiðslulista og nafnalista er hægt að nálgast í netbankanum hvenær sem er eða í næsta útibúi
  • Kostnaður fyrir þessa þjónustu er samkvæmt verðskrá bankans

Beintengingar

Arion banki býður upp á öflugar beintengingar (B2B tengingar) á milli innheimtuþjónustu í netbanka og bókhaldskerfa.

  • Hægt er að skrá kröfurnar í gegnum netbankann eða senda þær beint úr bókhaldskerfi með textaskrá
  • Viðskiptavinir geta sótt greiðsluupplýsingar með textaskrám eða lesið beint inn í bókhaldskerfi með B2B, það sparar tíma og dregur úr villuhættu

XML SOAP vefþjónustutenging við innheimtukröfur

Arion banki hefur útfært XML SOAP vefþjónustur samkvæmt sambankaskema. Vefþjónusturnar bjóða allar aðgerðir sem tengjast Kröfupotti Reiknistofu bankanna (RB), svo sem:

Stofna kröfur

Hægt er að breyta og fella niður kröfur bæði stakar kröfur eða bunka af kröfum. Ennfremur er hægt að kalla fram stöðu krafna, greiðslur og upplýsingar um kröfur í erlendri mynt. Einnig er hægt að fá svar vegna innsendra krafna sem gefur upplýsingar um hvort kröfur hafi stofnast rétt og hvort eigi að prenta greiðsluseðil vegna þeirra. Samskiptaleiðin við XML SOAP vefþjónustur Arion banka er yfir https.

Tengingar fyrir stórnotendur

Stórnotendur geta þar að auki nýtt sér enn öflugri tengileiðir en þær sem hér er lýst. Nánari upplýsingar eru veittar hjá fyrirtækjaþjónustu Arion banka. Einnig er hægt er að hafa samband í netspjalli eða á fyrirtaeki@arionbanki.is ef þörf er á aðstoð.