Stofna kennitölu
Öll húsfélög þurfa að hafa kennitölu. Ef húsfélagið er nú þegar með kennitölu getur þú farið strax í skref 2. Ef ekki, þarf að ganga frá því á vef RSK
Öll húsfélög og félagasamtök þurfa að hafa viðskiptareikning þar sem tekjur félagsins koma inn og gjöldin fara út. Arion banki býður upp á margar tegundir af reikningum, allt eftir því hvað hentar hverju sinni, veltureikninga eða sparireikninga. Gjaldkeri félagsins getur sótt um debetkort fyrir félagið.
Öll húsfélög þurfa að hafa kennitölu. Ef húsfélagið er nú þegar með kennitölu getur þú farið strax í skref 2. Ef ekki, þarf að ganga frá því á vef RSK
Á meðfylgjandi lista er hægt að nálgast upplýsingar um þau eyðublöð sem þarf að skila inn þegar stofnað er til viðskipta.
Gjaldkeri mætir til okkar í bankann, skilar inn frumritum af eyðublöðum og hefur meðferðis viðurkennd skilríki.
Þeir aðilar sem koma frma fyrir hönd húsfélags gagnvart bankanum þurfa að sanna á sér deili sem hægt er að gera rafrænt eða koma með löggild skilríki í útibú sem er þar sem þau eru skönnuð inn í kerfi bankans, .
Í netbankanum er hægt að framkvæma allar helstu aðgerðir sem gjaldker húsfélagsins þarf að sinna. Ef aðrir stjórnarmeðlimir eiga að vera með aðgang að netbankanum þarf að skila inn til bankans umboði með undirritun stjórnar.
Húsfélögum í viðskiptum við Arion banka stendur til boða lán vegna framkvæmda á fasteignum og lóðum. Á meðan á framkvæmdum stendur er sett yfirdráttarheimild á viðskiptareikning húsfélagsins. Við verklok er yfirdráttarláninu breytt í skuldabréfalán.
Í samræmi við lög nr. 26/1994 um fjöleignarhús þarf að skila inn eftirtöldum gögnum þegar sótt er um framkvæmdalán:
Við stærri framkvæmdir er nauðsynlegt að húsfélag hafi eftirlitsaðila sem fylgist með verkframkvæmdum og skrifi upp á reikning við verklok.
Hámarks lánstími á framkvæmdalánum í formi skuldabréfs er 4 ár.
Viltu stofna til viðskipta, sækja um framkvæmdalán eða ertu með aðrar spurningar?
Það er hægt að hafa samband við okkur í gegnum netfangið fyrirtaeki@arionbanki.is eða bóka fundartíma þegar þér hentar í gegnum formið hér við hliðina. Með því að velja Fyrirtækjaþjónusta færðu samband við sérfræðingana okkar.
Við mælum með að þú takir saman nauðsynleg gögn og hafir tiltæk fyrir fund. Til einföldunar eru hér gátlistar sem tengjast helstu viðskiptum:
Húsfélögum ber að halda löglega boðaðan húsfund (með minnst 8 og mest 20 daga fyrirvara) einu sinni á ári. Á þessum húsfundi þarf að fylla út ný stjórnarkjör hvort sem breytingar hafi orðið á stjórn húsfélagsins eða ekki. Frumrit af tilkynningu um stjórnarkjör þarf að berast bankanum ásamt afrit af undirritaðri fundargerð.
Kreditkort
Breyting á gjöldum
Beingreiðslur
Breyting á greiðanda
Skipt um gjaldkera eða breyting á stjórn
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Lestu um hvernig við notum vafrakökur og hvernig þú getur stjórnað þeim með því að smella á "Stillingar fótspora".