Stofnað til viðskipta

Öll húsfélög og félagasamtök þurfa að hafa viðskiptareikning þar sem tekjur félagsins koma inn og gjöldin fara út. Arion banki býður upp á margar tegundir af reikningum, allt eftir því hvað hentar hverju sinni, veltureikninga eða sparireikninga. Gjaldkeri félagsins getur sótt um debetkort fyrir félagið.

Stofna kennitölu

Öll húsfélög þurfa að hafa kennitölu. Ef húsfélagið er nú þegar með kennitölu getur þú farið strax í skref 2. Ef ekki, þarf að ganga frá því á vef RSK

Skila inn gögnum

Á meðfylgjandi lista er hægt að nálgast upplýsingar um þau eyðublöð sem þarf að skila inn þegar stofnað er til viðskipta.

Gjaldkeri mætir til okkar í bankann, skilar inn frumritum af eyðublöðum og hefur meðferðis viðurkennd skilríki.

Gátlisti - Nýtt húsfélag í viðskipti

Sanna á sér deili

Þeir aðilar sem koma frma fyrir hönd húsfélags gagnvart bankanum þurfa að sanna á sér deili sem hægt er að gera rafrænt eða koma með löggild skilríki í útibú sem er þar sem þau eru skönnuð inn í kerfi bankans, .

Netbanki stofnaður

Í netbankanum er hægt að framkvæma allar helstu aðgerðir sem gjaldker húsfélagsins þarf að sinna. Ef aðrir stjórnarmeðlimir eiga að vera með aðgang að netbankanum þarf að skila inn til bankans umboði með undirritun stjórnar.

Lán til framkvæmda

Húsfélögum í viðskiptum við Arion banka stendur til boða lán vegna framkvæmda á fasteignum og lóðum. Á meðan á framkvæmdum stendur er sett yfirdráttarheimild á viðskiptareikning húsfélagsins. Við verklok er yfirdráttarláninu breytt í skuldabréfalán.

Í samræmi við lög nr. 26/1994 um fjöleignarhús þarf að skila inn eftirtöldum gögnum þegar sótt er um framkvæmdalán:

  • Tilboð frá verktaka þar sem fram kemur:
      - dagsetning
      - verklýsing
      - kostnaðaráætlun
      - áætluð verklok
  • Undirrituð fundargerð með samþykktum framkvæmdum
  • Yfirlýsing vegna lántöku sem er undirrituð af eigendum
        framhlið
        bakhlið                 

Við stærri framkvæmdir er nauðsynlegt að húsfélag hafi eftirlitsaðila sem fylgist með verkframkvæmdum og skrifi upp á reikning við verklok.

Hámarks lánstími á framkvæmdalánum í formi skuldabréfs er 4 ár.

Gátlisti vegna framkvæmdaláns

Hafa samband

Viltu stofna til viðskipta, sækja um framkvæmdalán eða ertu með aðrar spurningar?

Það er hægt að hafa samband við okkur í gegnum netfangið fyrirtaeki@arionbanki.is eða bóka fundartíma þegar þér hentar í gegnum formið hér við hliðina. Með því að velja Fyrirtækjaþjónusta færðu samband við sérfræðingana okkar.

Við mælum með að þú takir saman nauðsynleg gögn og hafir tiltæk fyrir fund. Til einföldunar eru hér gátlistar sem tengjast helstu viðskiptum:

Hlutverk gjaldkera húsfélags

  • Gjaldkeri er tengiliður milli bankans og íbúa húsfélagsins, t.d. þegar breyta þarf gjöldum eða greiðendum.
  • Hefur umsjón með greiðslu allra tilfallandi reikninga og fylgist með mánaðarlegum greiðslum.
  • Fylgjast með vanskilum og ef einhver eru þá getur hann sent beiðni um frekari innheimtu með meðfylgjandi eyðublaði. Sjá umsókn hér.
  • Undirbúa gögn fyrir aðalfundi í samvinnu við stjórn húsfélagsins.
  • Undirrita yfirlýsingar til fasteignasala vegna sölu á íbúðum.

Gátlisti - Skipt um gjaldkera í húsfélagi

 

 

Aðalfundur

Húsfélögum ber að halda löglega boðaðan húsfund (með minnst 8 og mest 20 daga fyrirvara) einu sinni á ári. Á þessum húsfundi þarf að fylla út ný stjórnarkjör hvort sem breytingar hafi orðið á stjórn húsfélagsins eða ekki. Frumrit af tilkynningu um stjórnarkjör þarf að berast bankanum ásamt afrit af undirritaðri fundargerð.

Úr lögum um fjöleignarhús:
  • Halda skal aðalfund ár hvert fyrir lok aprílmánaðar. Skv. 59. gr.
  • Mikilvægt er að boða til aðalfundar með löglegum hætti. Ef þess er ekki gætt er hætt við að ákvarðanir sem teknar eru á húsfundi séu ekki löglegar.
  • Stjórn skal boða skriflega og með sannanlegum hætti til aðalfundar með minnst 8 og mest 20 daga fyrirvara. Búi félagsmaður ekki í húsinu verður hann að tilkynna húsfélaginu um heimilisfang sem senda skal fundarboð til óski hann eftir að fá það í hendur.
  • ¼ hluti félagsmanna, annað hvort m.v. fjölda eða eignarhluta, getur skriflega óskað eftir almennum fundi og skulu þeir jafnframt tiltaka þau málefni sem óskast rædd og tekin fyrir og afgreidd.
  • Öll fjöleignarhús með 7 eða fleiri íbúðir skulu kjósa sérstaka stjórn með að jafnaði þremur aðilum. Einn þeirra er formaður sem kosinn skal sérstaklega.
  • Allir eigendur og aðeins þeir eru félagsmenn í húsfélagi viðkomandi fjöleignarhúss, sbr. 47. gr. Réttindi og skyldur til þátttöku í húsfélagi eru órjúfanlega tengdar eignarrétti að einstökum eignarhlutum. Enginn eigandi getur synjað þátttöku í húsfélagi eða sagt sig úr því nema með sölu eignarhluta síns.
  • Stjórn skal sjá um að bókhald sé fært og haldið á réttan og fullnægjandi hátt.
  • Æðsta vald í málefnum húsfélagsins er í höndum almenns fundar þess, húsfundar.
  • Stjórn húsfélags er rétt og skylt að taka hvers kyns ákvarðanir sem lúta að venjulegum daglegum rekstri og hagsmunagæslu vegna sameignarinnar.
  • Ábyrgð eigenda út á við gagnvart kröfuhöfum húsfélagsins á sameiginlegum skyldum og skuldbindingum er persónuleg (með öllum eignum þeirra) og eru þeir ábyrgir einn fyrir alla og allir fyrir einn (in solidum). Ábyrgð eigenda er einnig bein, en þó skal kröfuhafi, áður en hann beinir kröfu að einstökum eiganda, fyrst reyna að fá hana greidda af húsfélaginu. Fáist ekki, þrátt fyrir innheimtutilraunir, greiðsla frá því innan 30 daga frá því að þær hófust getur kröfuhafi leitað fullnustu fyrir allri kröfunni hjá eigendum, einum eða fleirum. Um húsfélög gilda lög um fjöleignarhús nr. 26 frá 6. apríl 1994.
  • Þegar um er að ræða fjöleignarhús með sex eignarhlutum eða færri er ekki þörf á að kjósa og hafa sérstaka stjórn og fara þá allir eigendur í félagi saman með það vald og þau verkefni sem stjórnin annars færi með. Einnig er heimilt í slíkum húsum að fela einum eiganda að einhverju leyti eða öllu verkefni stjórnar og skal þá beita ákvæðum laganna um stjórn eftir því sem við á um hann. Skv. 67. gr.
  • Rétt til fundarsetu og atkvæðisrétt hafa eigendur eignarhluta. Eigandi getur veitt sérhverjum lögráða einstaklingi umboð til að mæta á fundi og greiða atkvæði. Þannig getur leigjandi íbúðar ekki átt atkvæðisrétt án þess að eigandi hafi veitt honum sérstakt umboð. Skv. 58. gr.

Lög um fjöleignarhús

Algengar spurningar