Hvað er árangur fyrir Von?

Ný verðmæti
úr gamalli hefð

Jóhannes Egilsson - framkvæmdastjóri Vonar harðfiskverkunar

Íslenski harðfiskurinn er varan sem allur heimurinn er að leita að núna – stútfull af próteini, umhverfisvæn og engin kolvetni. Við keyptum félagið árið 2019 vegna þess að við sáum tækifæri til að skapa eitthvað nýtt. Okkur langaði að byggja á íslensku harðfiskshefðinni, sem er jafn gömul byggð á Íslandi, en nálgast hana á nýjan hátt.

Þessi gamla hefð verður að þróast og nútímavæðast ef hún á að ganga kynslóða á milli. Við þurfum að hugsa um verkunina sem nútímalega matvælagerð og harðfiskinn sem hluta af daglegu neyslumynstri fólks, með öllu sem því tilheyrir. Þetta kallar á nýja tækni, ný vinnubrögð og vandaðri umgjörð, sem og hönnun umbúða og vörumerkja. Þá erum við ekki síst að horfa út fyrir landsteinana. Ísland er auðvitað ekki eina landið sem á þessa hefð og í dag erum við að flytja út harðfisk til Noregs, Grænlands og Færeyja.

Staðreyndin er þó sú að þegar þú kaupir poka af Gullfiski eru líklega í kringum tíu dagar síðan fiskurinn kom á línuna.

 
Við notum kæliþurrkun sem er hönnuð til að líkja eftir gömlu hjallaþurrkuninni. Það sem áður tók sex til átta vikur tekur núna aðeins þrjá til fimm daga. Margir halda að harðfiskurinn úti í búð hafi verið veiddur fyrir mörgum mánuðum – staðreyndin er þó sú að þegar þú kaupir poka af Gullfiski eru líklega í kringum tíu dagar síðan fiskurinn kom á línuna. Við fórum líka í innihaldsrannsóknir. Það vita allir að harðfiskur er hollur, en nú til dags verðum við t.d. að geta sagt fólki hversu mikið af B12 er í 100 grömmum.

Íslenskur fiskur er besta hráefni í heimi og við erum svo lánsöm að næstum allt hráefnið okkar kemur að landi hér í höfninni í Hafnarfirði. Harðfiskurinn verður aldrei betri en hráefnið. Þetta skiptir gríðarlegu máli, því á bak við 200 grömm af harðfiski eru tvö kíló af ferskum íslenskum gæðafiski. Árangur okkar byggir á að nýta þetta hráefni vel, varðveita gæðin og skila þeim til neytenda á nútímalegan hátt.

Bak við 200 grömm af harðfiski eru tvö kíló
af ferskum íslenskum gæðafiski.

Tæknibreytingar hafa verið örar undanfarna áratugi
og fyrirtækið hefur þróast í takt við þarfir markaðarins.

Þinn árangur

Árangur getur verið alls konar. Markmið fyrirtækja eru ólík og fjölbreytt, en okkar hlutverk er að hjálpa viðskiptavinum að ná þeim árangri sem þeir stefna að. Þinn árangur er það sem vinna okkar gengur út á alla daga.

Von

Okkur langaði að byggja á íslensku harðfiskshefðinni, sem er jafn gömul byggð á Íslandi, en nálgast hana á nýjan hátt.

Lesa meira

Gróska

Hugmyndin fyrir hátt í tíu árum var að byggja hús utan um nýsköpun á Íslandi. Verkefnið er ekki að leigja skrifstofurými heldur að skapa hér nýtt samfélag.

Lesa meira

Rafholt

Rafholt er 20 ára gamalt og hefur árum saman verið eitt stærsta fyrirtæki landsins í rafiðnaðargeiranum.

Lesa meira

Kvistabær

Kvistabær framleiðir trjáplöntur fyrir skógrækt og þjónustar meðal annars fyrirtæki í kolefnisjöfnun, skógræktarfélög og opinberar stofnanir.

Lesa meira

Gróðurhúsið

Gróðurhúsið er hugmyndafræði þar sem við nálgumst hótel-, verslana- og veitingaupplifun á nýjan hátt.

Lesa meira

Te & Kaffi

Markmið okkar er að bjóða viðskiptavinum upp á besta kaffi sem völ er á, á sem umhverfisvænastan hátt. Þar erum við nýlega búin að ná tveimur stórum áföngum. 

Lesa meira

Controlant

Okkar hlutverk hjá Controlant er að hjálpa alþjóðlegum lyfjafyrirtækjum að koma sínum lyfjum/vörum á réttan stað og í réttu ástandi.

Lesa meira