Hlutafjárútboð Fly Play hf. / Share Offerings of Fly Play hf.

Fyrirvari - Mikilvægar upplýsingar til allra þeirra sem heimsækja vefsíðuna

Þessi hluti vefsíðunnar inniheldur upplýsingar og gögn (hér eftir „efnið“) er varða útboð á hlutabréfum Fly Play hf. (hér eftir „Fly Play“ eða „félagið“) Mögulegt er að þú hafir ekki hæfi eða heimild til að skoða efnið. Mikilvægt er að þú lesir neðangreindan fyrirvara til enda, þar sem hann á við um alla sem skoða þetta vefsvæði eða vefsvæði sem þetta vefsvæði vísar til. Athugið að breytingar og uppfærslur kunna að vera gerðar á neðangreindum fyrirvara og því þarf að lesa allan fyrirvarann í hvert skipti sem farið er inn á þetta vefsvæði.

Efnið er ekki til birtingar, dreifingar eða útgáfu, hvorki með beinum né óbeinum hætti og hvorki að hluta til eða í heilu lagi, í eða til Bandaríkjanna, Kanada, Ástralíu, Japan eða Suður-Afríku eða hvers þess lands þar sem slíkt teldist vera brot á viðkomandi löggjöf þeirrar lögsögu (hér eftir sameiginlega „takmörkuðu lögsagnarumdæmin“) og ætti því ekki að túlka sem tilboð um sölu eða hvatning um að gera tilboð vegna kaupa á hlutabréfum Fly Play í takmkörkuðu lögsagnarumdæmunum. Hugsanlegir notendur þessara upplýsinga eru beðnir um að kynna sér og fylgja eftir öllum slíkum takmörkunum.

Félagið hefur ekki gripið til aðgerða sem myndu heimila boð á hlutabréfum þess eða eignarhald eða dreifingu á efninu, eða öðru útgáfu- eða kynningarefni er varðar hlutabréf félagsins í einhverri lögsögu þar sem aðgerða í þeim tilgangi er krafist.

Afhending, útgáfa eða dreifing efnisins í tilteknum lögsögum kann að vera takmörkuð með lögum og ættu aðilar innan slíkrar lögsögu þar sem efnið er afhent, það gefið út eða því dreift, að kynna sér slíkar takmarkanir og fylgja þeim.

Verðbréfin sem efnið lýtur að verða ekki skráð eða seld samkvæmt viðeigandi lögum um verðbréf í neinu ríki, fylki, yfirráðasvæði, sýslu eða lögsagnarumdæmi öðru en Íslandi og óheimilt er að bjóða, selja, endurselja eða afhenda þau, beint eða óbeint, í neinu lögsagnarumdæmi öðru en þar sem slíkt væri í samræmi við viðeigandi lög og reglur.

Ef þér er óheimilt að skoða efnið, af hvaða ástæðu sem er, er þér ráðlagt að yfirgefa vefsvæðið þegar í stað.

Efnið kann að innhalda yfirlýsingar, sem varða m.a. fjárhagsleg og rekstrarleg markmið Fly Play hf. („félagið“) til meðal langs tíma sem eru, eða gætu talist vera, „framsýnar yfirlýsingar“. Þessar framsýnu yfirlýsingar má greina vegna orðnotkunar sem vísar til framtíðar, þ.á m. orðin „trúir, „miðar að“, „spáir“, „heldur áfram“, „áætlar“, „áformar“, „ráðgerir“, „gerir ráð fyrir“, „býst við“, „hyggur á“, „gæti“, „mun“ eða „ætti“, eða, í hverju tilviki neikvæð eða önnur tilbrigði eða önnur sambærileg hugtök, eða með umræðum um stefnu, áætlanir, markmið, ókomna atburði eða fyrirætlanir. Framsýnar yfirlýsingar geta, og eru gjarnan, verulega frábrugðnar raunverulegum árangri. Sérhver framsýn yfirlýsing endurspeglar núverandi afstöðu félagsins með tilliti til ókominna atburða og er háð áhættu vegna ókominna atburða og annarra áhættuþátta, óvissu og ætlunum er varða viðskipti félagins, rekstrarárangur, fjárhagslega stöðu, lausafjárstöðu, horfur, vöxt eða aðferðir. Framsýnar yfirlýsingar taka aðeins mið af þeim degi sem þær eru gefnar.

Fly Play hf., Arctica Finance hf. og Arion banki hf. („umsjónaraðilar“) hafna sérstaklega öllum skyldum eða skuldbindingum um að uppfæra, yfirfara eða endurskoða einhverja framsýna yfirlýsingu sem er að finna í þessu efni, hvort sem er vegna nýrra upplýsinga, framtíðarþróunar eða annars.

Umsjónaraðilarnir starfa eingöngu fyrir Fly Play hf. og ekki nokkurn annan í tengslum við útboð verðbréfanna. Þeir munu ekki líta á neinn annan aðila sem viðskiptavin þeirra að því er varðar útboð verðbréfanna og munu ekki bera ábyrgð gagnvart neinum nema Fly Play hf. á að veita vörn sem viðskiptavinum er veitt eða veita ráðgjöf í tengslum við útboð verðbréfanna, innihald þessa efnis eða hvers kyns viðskipti, fyrirkomulag eða annað sem hér er vísað til.

Fly Play hf. og umsjónaraðilar veita aðgang að efninu á þessu vefsvæði, eða vefsvæðum sem vísað er á, í góðri trú og einungis í upplýsingaskyni. Aðilar sem óska aðgangs að efninu ábyrgjast og staðfesta að þeir geri slíkt einungis til að afla sér upplýsinga. Efnið á vefsvæðinu, eða vefsvæðum sem vísað er á, fela ekki í sér sölutilboð eða kaupbeiðni á verðbréfum útgefnum af Fly Play hf. Slíkt efni telst heldur ekki ráðlegging frá Fly Play hf. eða umsjónaraðilum eða neinum öðrum aðila um að kaupa eða selja verðbréf útgefin af Fly Play hf.

Með því að ýta á „Ég samþykki“ hnappinn hér fyrir neðan staðfestir þú að þú hafir lesið og skilið þessa tilkynningu og að þú sért einstaklingur sem hefur heimild, samkvæmt þeim lögum og reglugerðum sem við eiga, til að móttaka upplýsingar af því tagi sem er að finna á þessari vefsíðu, og sérstaklega að þú sért ekki staðsettur í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, Japan eða Suður-Afríku.
 

Ég samþykki   Ég samþykki ekki

Disclaimer – Important information to all visitors to this website

This part of the website contains information and documents (hereafter the „Materials“) relating to an offering of shares in Fly Play hf. (hereafter the “Company” or “Fly Play” and the “Securities”). You may not be eligible or permitted to view the Materials and the information contained therein. It is important that you read the disclaimer below in full as it applies to everyone who review this website or websites that are linked to therein. Be advised that changes or amendments may be made to the disclaimer and therefore it is necessary to read the disclaimer in full every time this website is visited.

These Materials are not for release, distribution or publication, whether directly or indirectly and whether in whole or in part, in or into the United States, Canada, Australia, Japan or South Africa or any other jurisdiction where to do so would constitute a violation of the relevant laws of such jurisdiction (collectively the “Restricted Jurisdictions”, and any reference to Restricted Jurisdictions shall be construed to refer to any and all such restricted jurisdiction, independently and collectively).

These materials are for information purposes only and are not intended to constitute, and should not be construed as, an offer to sell or a solicitation of any offer to buy the Securities of Fly Play in any Restricted Jurisdiction in which such offer, solicitation or sale would be unlawful prior to registration, exemption from registration or qualification under the securities laws of such Restricted Jurisdiction. Potential users of this information are requested to inform themselves about and to observe any such restrictions.

No action has been taken by the Company that would permit an offer of Securities or the possession or distribution of these Materials or any other offering or publicity material relating to such securities in any jurisdiction where action for that purpose is required.

The release, publication, or distribution of these Materials in certain jurisdictions may be restricted by law and therefore persons in such jurisdictions into which they are released, published or distributed, should inform themselves about, and observe, such restrictions.

The securities to which the Materials relate will not be listed, registered or sold pursuant to laws or regulation on securities in any state, province or jurisdiction other than Iceland and it is not permitted to offer, sale, re-sale or deliver, directly or indirectly, in any jurisdiction unless it would be permitted pursuant to all laws and regulation which might be applicable.

If you are not eligible or authorised to review the Materials, for any reason, you are hereby instructed to immediately leave this website.

These Materials may include statements, including Fly Play´s financial and operational medium- to long-term objectives that are, or may be deemed to be, ''forward-looking statements''. These forward-looking statements may be identified by the use of forward-looking terminology, including the terms ''believes'', "aims", "forecasts", "continues", ''estimates'', ''plans'', ''projects'', ''anticipates'', ''expects'', ''intends'', ''may'', ''will'' or ''should'' or, in each case, their negative or other variations or comparable terminology, or by discussions of strategy, plans, objectives, goals, future events or intentions. Forward-looking statements may and often do differ materially from actual results. Any forward-looking statements reflect the Company's current view with respect to future events and are subject to risks relating to future events and other risks, uncertainties and assumptions relating to the Company's business, results of operations, financial position, liquidity, prospects, growth or strategies. Forward-looking statements speak only as of the date they are made.

Fly Play hf., Arctica Finance hf. and Arion banki hf. (collectively the „Managers“) expressly disclaims any obligation or undertaking to update, review or revise any forward-looking statement contained in these materials whether as a result of new information, future developments or otherwise.

The Corporate Finance departments of the Managers are acting exclusively for Fly Play and no one else in connection with any offering of Securities. They will not regard any other person as their respective clients in relation to any offering of securities and will not be responsible to anyone other than Fly Play.

Fly Play and the Managers provide access to these Materials on this website, or websites linked to therein, in good faith and for informational purposes only. Those who request access to the Materials represent, warrant and confirm that they solely do so to obtain this information. The Materials do not contain or entail investment advice, encouragement to participate in any offering or solicitation to purchase or sell any securities from or by Fly Play, Arctica Finance hf. and/or Arion bank hf.

By pressing the "I Agree" button below you are confirming that you have read and understood this notice and that you are a person who is permitted under applicable law and regulation to receive information of the kind contained on this website and in particular, are not located in any Restricted Jurisdiction.
 

I agree   I do not agree