Fyrirvari vegna yfirtökutilboðs Langasjávar
til hluthafa Eikar fasteignafélags

Vefsíða þessi er útbúin í upplýsingaskyni og felur efni hennar ekki í sér ráðgjöf af neinu tagi til tilboðshafa af hálfu umsjónaraðila eða tilboðsgjafa. Þannig telst þjónusta umsjónaraðila vera viðbótarþjónusta í skilningi laga um markaði fyrir fjármálagerninga, nr. 115/2021 og kemur því hvorki til mats á hæfi tilboðshafa skv. 44. gr. fyrrgreindra laga né mats á tilhlýðileika skv. 45. gr. sömu laga. Er tilboðshöfum bent á að afla sér viðeigandi ráðgjafar sérfræðinga. Ákvörðun tilboðshafa um að ganga að yfirtökutilboðinu er að frumkvæði tilboðshafa og bera tilboðshafar einir ábyrgð á þeim ákvörðunum sem eftir atvikum verða teknar á grundvelli upplýsinga sem birtar eru á vefsíðu þessari. Þannig bera hvorki umsjónaraðili né tilboðsgjafi í neinum tilvikum ábyrgð á tjóni sem kann að hljótast af ákvörðunum byggðum á þeim upplýsingum.

Allar þær upplýsingar og efni sem afhent hefur verið tilboðshöfum í tengslum við yfirtökutilboðið er unnið af tilboðsgjafa, og hefur umsjónaraðili ekki staðreynt þær upplýsingar sem þar koma fram. Þannig skal umsjónaraðili ekki teljast ábyrgur fyrir gæðum, áreiðanleika eða nákvæmni þeirra upplýsinga. Þá ber umsjónaraðili ekki ábyrgð á þeim upplýsingum, áætlunum, forsendum eða niðurstöðum sem birtar hafa verið í kynningarefni eða upplýsingum sem veittar hafa verið í tengslum við yfirtökutilboðið. Skal umsjónaraðili af þeim sökum ekki bera skaðabótaábyrgð á tjóni sem rekja má til þess að upplýsingagjöf í tengslum við yfirtökutilboðið reynist ónákvæm, óáreiðanleg eða ófullnægjandi.

Tilboðsyfirlitið lýtur íslenskum lögum. Allan ágreining sem rísa kann í tengslum við efni þess eða framkvæmd yfirtökutilboðsins skal leggja fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur sem einn skal hafa lögsögu til að skera þar úr um, nema um annað sé sérstaklega samið.

Með samþykki yfirtökutilboðsins lýsir tilboðshafi því yfir að hann hafi lesið, skilið og samþykkt ofangreindan fyrirvara.

Ég samþykki   Ég samþykki ekki