Controlant lýkur 35 milljón dala fjármögnun

Controlant lýkur 35 milljón dala fjármögnun

Controlant lýkur 35 milljón dala fjármögnun - mynd

Controlant hefur lokið 35 milljón Bandaríkjadala fjármögnun, sem nemur 4,8 milljörðum íslenskra króna. Fjármögnuninni er ætlað að styðja við framtíðaráform félagsins og skiptist í 25 milljónir dala í formi nýs hlutafjár og 10 milljónir dala í lánsfjármögnun.

Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka var ráðgjafi Controlant í fjármögnunarferlinu.

Um Controlant

Controlant er leiðandi í þróun á rauntíma vöktunarlausnum á sviði aðfangakeðju lyfja. Með hug- og vélbúnaði vaktar fyrirtækið nú þegar gríðarlegt magn lyfja í flutningum um heim allan og veitir stærstu lyfjarisum heims þjónustu. Controlant var stofnað árið 2007, og er með höfuðstöðvar á Íslandi auk starfstöðva í Bandaríkjunum, Danmörku, Hollandi og Póllandi.

 

Fleiri fréttir

10. mars 2021

Vel heppnað hlutafjárútboð Arctic Fish

Arctic Fish hefur lokið hlutafjárútboði að fjárhæð 600 milljónir norskra króna, eða sem samsvarar um 9,0 milljörðum íslenskra króna. Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka ásamt DNB og Pareto voru ráðgjafar...

LESA NÁNAR

21. október 2020

Eskja hf. eykur fjölbreytni í fjármögnun

Eskja hf. hefur lokið útboði á tveimur víxlaflokkum til þriggja mánaða í erlendri mynt. Umtalsverð eftirspurn var í útboðinu og bárust tilboð að fjárhæð 4.265.000 USD í flokkinn ESKJAUSD0121 og...

LESA NÁNAR