Arion banki ráðgjafi Kaldalóns við skráningu á Aðalmarkað

Arion banki ráðgjafi Kaldalóns við skráningu á Aðalmarkað

Arion banki ráðgjafi Kaldalóns við skráningu á Aðalmarkað - mynd
Arion banki ráðgjafi Kaldalóns við skráningu á Aðalmarkað - mynd

Nú í morgun voru hlutabréf Kaldalóns hf. tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland.

Kaldalón er eitt stærsta fasteignafélag Íslands og félag í örum vexti. Eignasafn félagsins er vel dreift og eru fasteignir þess aðallega staðsettar á höfuðborgarsvæðinu. Kaldalón leggur áherslu á vöxt fasteignasafnsins nálægt helstu höfnum og flughöfnum landsins. Félagið hefur verið skráð á First North vaxtarmarkaðinn frá árinu 2019. Við töku hlutabréfa félagsins til viðskipta á First North setti stjórn Kaldalóns þá stefnu að félagið skyldi skráð á Aðalmarkað Nasdaq Iceland þegar ákveðnum markmiðum yrði náð. Þeim markmiðum hefur félagið náð og það hefur verið ánægjulegt að vinna með og veita Kaldalóni ráðgjöf tengda uppbyggingu eignasafns félagsins og undirbúningi skráningar og töku hlutabréfa félagsins til viðskipta á Aðalmarkaði.

Arion banki óskar Kaldalóni, stjórn félagsins, starfsfólki og hluthöfum til hamingju með skráningu á Aðalmarkað Nasdaq Iceland.

 

Fleiri fréttir

10. mars 2021

Vel heppnað hlutafjárútboð Arctic Fish

Arctic Fish hefur lokið hlutafjárútboði að fjárhæð 600 milljónir norskra króna, eða sem samsvarar um 9,0 milljörðum íslenskra króna. Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka ásamt DNB og Pareto voru ráðgjafar...

LESA NÁNAR

21. október 2020

Eskja hf. eykur fjölbreytni í fjármögnun

Eskja hf. hefur lokið útboði á tveimur víxlaflokkum til þriggja mánaða í erlendri mynt. Umtalsverð eftirspurn var í útboðinu og bárust tilboð að fjárhæð 4.265.000 USD í flokkinn ESKJAUSD0121 og...

LESA NÁNAR