Arion banki ráðgjafi Amaroq Minerals við hlutafjáraukningu og skráningu á First North á Íslandi

Arion banki ráðgjafi Amaroq Minerals við hlutafjáraukningu og skráningu á First North á Íslandi

Arion banki ráðgjafi Amaroq Minerals við hlutafjáraukningu og skráningu á First North á Íslandi - mynd

Nýverið fór fram vel heppnuð hlutafjáraukning og skráning Amaroq Minerals á First North vaxtarmarkaðinn á Íslandi. Um var að ræða alþjóðlega hlutafjáraukningu þar sem félagið tryggði sér 30 milljónir punda eða jafnvirði um 4,9 milljarða króna í lokuðu útboði.

Amaroq Minerals er námufélag sem heldur á víðtækum rannsóknar- og vinnsluheimildum á Grænlandi. Amaroq er fyrsta fyrirtæki sinnar tegundar sem skráð er á markað á Íslandi. Skráningin eykur því fjölbreytileika íslenskrar hlutabréfaflóru verulega og gerir Íslendingum kleift að fjárfesta með beinum hætti í orkuskiptum.

Arion banki var ráðgjafi félagsins vegna skráningarinnar á First North og var ásamt Landsbankanum umsjónaraðili með innlenda hluta hlutafjáraukningarinnar. Arion banki þakkar Amaroq Minerals og Landsbankanum einkar gott samstarf og óskar hlutaðeigandi til hamingju með áfangann.

 

Fleiri fréttir

10. mars 2021

Vel heppnað hlutafjárútboð Arctic Fish

Arctic Fish hefur lokið hlutafjárútboði að fjárhæð 600 milljónir norskra króna, eða sem samsvarar um 9,0 milljörðum íslenskra króna. Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka ásamt DNB og Pareto voru ráðgjafar...

LESA NÁNAR

21. október 2020

Eskja hf. eykur fjölbreytni í fjármögnun

Eskja hf. hefur lokið útboði á tveimur víxlaflokkum til þriggja mánaða í erlendri mynt. Umtalsverð eftirspurn var í útboðinu og bárust tilboð að fjárhæð 4.265.000 USD í flokkinn ESKJAUSD0121 og...

LESA NÁNAR