Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka ráðgjafi við hlutafjáraukningu og fyrirhugaða skráningu Nova á Aðalmarkað Nasdaq Iceland

Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka ráðgjafi við hlutafjáraukningu og fyrirhugaða skráningu Nova á Aðalmarkað Nasdaq Iceland

Höfuðstöðvar Arion banka, Borgartúni 19 - myndHöfuðstöðvar Arion banka, Borgartúni 19

Nova hefur ákveðið að hefja undirbúning á skráningu hlutabréfa félagsins á Aðalmarkað Nasdaq Iceland. Stefnt er að skráningu á fyrri helmingi þessa árs. Í aðdraganda fyrirhugaðrar skráningar hefur Nova gengið frá hlutafjáraukningu. Tilgangur hlutafjáraukningarinnar er að styðja enn frekar við framtíðarvöxt félagsins og áframhaldandi fjárfestingar svo félagið viðhaldi forskoti sínu í framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina sinna.

Samhliða hlutafjáraukningunni hafa núverandi hluthafar selt hluta af eign sinni. Nýir hluthafar eignast um 36% hlut í félaginu. Meðal nýrra hluthafa eru sjóðir í rekstri Stefnis, Íslandssjóða og Landsbréfa. Hluthafalisti ásamt ársreikningi og ítarlegri fjárhagsupplýsingum verður birtur í aðdraganda útboðsins.

Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka var ráðgjafi við framangreinda sölu og mun hafa umsjón með skráningu félagsins á markað.

Um Nova

Nova var stofnað árið 2006 og er nú orðið eitt af stærstu og öflugustu fjarskiptafyrirtækjum landsins. Nova hefur frá upphafi lagt áherslu á framsækna fyrirtækjamenningu með framúrskarandi starfsfólki og að vera ávallt leiðandi við innleiðingu nýrrar tækni.

Nova hefur verið í farabroddi í innleiðingu nýjustu tækni og er komið lengst í uppbyggingu 5G á Íslandi. Fyrirtækið á og rekur sína eigin virku innviði vítt og breitt um landið. Hjá Nova starfa um 150 starfsmenn á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og Selfossi. Í janúar var tilkynnt um að Nova hafi fengið hæstu einkunn í Íslensku ánægjuvoginni þrettánda árið í röð.

 

Fleiri fréttir

10. mars 2021

Vel heppnað hlutafjárútboð Arctic Fish

Arctic Fish hefur lokið hlutafjárútboði að fjárhæð 600 milljónir norskra króna, eða sem samsvarar um 9,0 milljörðum íslenskra króna. Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka ásamt DNB og Pareto voru ráðgjafar...

LESA NÁNAR

21. október 2020

Eskja hf. eykur fjölbreytni í fjármögnun

Eskja hf. hefur lokið útboði á tveimur víxlaflokkum til þriggja mánaða í erlendri mynt. Umtalsverð eftirspurn var í útboðinu og bárust tilboð að fjárhæð 4.265.000 USD í flokkinn ESKJAUSD0121 og...

LESA NÁNAR