Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka ráðgjafi við hlutafjáraukningu Coripharma

Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka ráðgjafi við hlutafjáraukningu Coripharma

Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka ráðgjafi við hlutafjáraukningu Coripharma - mynd

Coripharma lauk nýverið 3,5 milljarða króna hlutafjáraukningu til að styðja enn frekar við framtíðarvöxt félagsins með þróun nýrra samheitalyfja og áframhaldandi uppbyggingu söluteymis. Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka og fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka voru ráðgjafar Coripharma við hlutafjáraukningu félagsins.

Jónína Guðmundsdóttir, forstjóri Coripharma:

„Það er mjög hvetjandi að finna fyrir svo sterkum áhuga íslenskra fjárfesta á áframhaldandi vexti Coripharma. Þessi fjármögnun er hluti af skýrri stefnu okkar og mun skipta sköpum fyrir áframhaldandi rannsóknar- og þróunarstarfsemi, auk uppbyggingu á sölu- og markaðsstarfi erlendis“.

Coripharma er íslenskt samheitalyfjafyrirtæki með um 140 starfsmenn sem byggir á traustum grunni lyfjaþróunar og framleiðslu á Íslandi. Félagið sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og útflutningi samheitalyfja ásamt því að sinna verktökuframleiðslu fyrir önnur lyfjafyrirtæki.

Arion banki þakkar Coripharma og Kviku banka gott samstarf á undanförnum mánuðum og óskar hlutaðeigandi til hamingju með áfangann.

 

Fleiri fréttir

10. mars 2021

Vel heppnað hlutafjárútboð Arctic Fish

Arctic Fish hefur lokið hlutafjárútboði að fjárhæð 600 milljónir norskra króna, eða sem samsvarar um 9,0 milljörðum íslenskra króna. Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka ásamt DNB og Pareto voru ráðgjafar...

LESA NÁNAR

21. október 2020

Eskja hf. eykur fjölbreytni í fjármögnun

Eskja hf. hefur lokið útboði á tveimur víxlaflokkum til þriggja mánaða í erlendri mynt. Umtalsverð eftirspurn var í útboðinu og bárust tilboð að fjárhæð 4.265.000 USD í flokkinn ESKJAUSD0121 og...

LESA NÁNAR