Framtakssjóðurinn VEX fjárfestir í hugbúnaðarfyrirtækinu Annata

Framtakssjóðurinn VEX fjárfestir í hugbúnaðarfyrirtækinu Annata

Frá vinstri: Björn Gunnar Karlsson, Birgir Ragnarsson, Jóhann Ólafur Jónsson (Eigendur og stjórnendur Annata), Ármann Andri Einarsson, fyrirtækja- og fjárfestingarbankasvið Arion banka, Benedikt Ólafsson, Trausti Jónsson, Sigurður Tómasson (Framtakssjóðurinn VEX I) - myndFrá vinstri: Björn Gunnar Karlsson, Birgir Ragnarsson, Jóhann Ólafur Jónsson (Eigendur og stjórnendur Annata), Ármann Andri Einarsson, fyrirtækja- og fjárfestingarbankasvið Arion banka, Benedikt Ólafsson, Trausti Jónsson, Sigurður Tómasson (Framtakssjóðurinn VEX I)

Framtakssjóðurinn VEX I og meðfjárfestar gerðu nýverið samkomulag um kaup á allt að helmingshlut í hugbúnaðarfyrirtækinu Annata, en gengið verður endanlega frá kaupunum í byrjun febrúar. Fyrir kaupin var Annata að fullu í eigu starfsmanna sem munu áfram leiða frekari uppbyggingu félagsins.

Annata alþjóðlegt hugbúnaðarfyrirtæki með höfuðstöðvar á Íslandi. Starfsemi Annata er hluti af þeirri miklu grósku sem hefur einkennt hugverkaiðnaðinn hér á landi á síðustu árum. Fyrirtækið var stofnað fyrir 20 árum síðan og er enn þann dag í dag rekið af stofnendum þess. Hjá félaginu starfa um 200 starfsmenn á starfsstöðvum í 13 löndum. Starfsemi Annata felst í þróun og innleiðingu viðskiptahugbúnaðar í áskrift fyrir fyrirtæki í bíla- og tækjaiðnaði sem byggður er ofan á Azure skýjalausnir Microsoft. Annata hefur gert langtíma áskriftarsamninga við marga af stærstu framleiðendum og dreifingaraðilum innan þessara tveggja atvinnugreina.

Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka var ráðgjafi VEX í viðskiptunum. Arion banki þakkar VEX og Annata gott samstarf á undanförnum mánuðum og óskar hlutaðeigandi til hamingju með viðskiptin.


Fleiri fréttir

10. mars 2021

Vel heppnað hlutafjárútboð Arctic Fish

Arctic Fish hefur lokið hlutafjárútboði að fjárhæð 600 milljónir norskra króna, eða sem samsvarar um 9,0 milljörðum íslenskra króna. Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka ásamt DNB og Pareto voru ráðgjafar...

LESA NÁNAR

21. október 2020

Eskja hf. eykur fjölbreytni í fjármögnun

Eskja hf. hefur lokið útboði á tveimur víxlaflokkum til þriggja mánaða í erlendri mynt. Umtalsverð eftirspurn var í útboðinu og bárust tilboð að fjárhæð 4.265.000 USD í flokkinn ESKJAUSD0121 og...

LESA NÁNAR