Arion banki sá um sölu- og fjármögnunarferlið þegar VEX I fjárfesti í AGR Dynamics

Arion banki sá um sölu- og fjármögnunarferlið þegar VEX I fjárfesti í AGR Dynamics

Höfuðstöðvar Arion banka, Borgartúni 19 - myndHöfuðstöðvar Arion banka, Borgartúni 19

Sjóðurinn VEX I hefur gengið frá kaupum á nýju hlutafé í hugbúnaðarfyrirtækinu AGR Dynamics sem og kaupum á hlutum Frumtaks og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins í félaginu. Um er að ræða fyrstu fjárfestingu VEX I, en eftir viðskiptin mun sjóðurinn eiga um það bil 40% hlut í félaginu. Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka sá um sölu- og fjármögnunarferlið og var ráðgjafi AGR Dynamics, Frumtaks og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins í viðskiptunum.

AGR Dynamics er alþjóðlegt hugbúnaðarfyrirtæki sem býður upp á lausnir sem nýtast til hagræðingar í rekstri aðfangakeðjunnar. Innkaupa- og birgðastýringalausnir félagsins gera heild- og smásölum kleift að lágmarka bundið fé í birgðum, auka þjónustustig og draga úr sóun. Fyrirtækið sinnir nú um tvö hundrað viðskiptavinum í fimmtán löndum og koma um 90% af tekjum erlendis frá. Félagið rekur starfsstöðvar á Íslandi, í Danmörku, Bretlandi og Kanada.

Markmiðið með hlutafjárhækkuninni er að styðja og hraða enn frekar vexti AGR, en félagið hefur vaxið um að meðaltali 25% á ári undanfarin fimmtán ár. Stærstu hluthafar félagsins fyrir viðskiptin tóku jafnframt þátt í hlutafjárhækkuninni, auk VEX I og annarra nýrra hluthafa.

VEX I er tíu milljarða framtakssjóður í stýringu VEX, sem er rekstraraðili sérhæfðra sjóða með áherslu á óskráðar fjárfestingar. VEX I fjárfestir í óskráðum fyrirtækjum sem eru að sækja nýtt hlutafé til vaxtar auk stöndugra rekstrarfyrirtækja þar sem sjóðurinn sér tækifæri til umbóta og aukinnar virðissköpunar.

 


Fleiri fréttir

10. mars 2021

Vel heppnað hlutafjárútboð Arctic Fish

Arctic Fish hefur lokið hlutafjárútboði að fjárhæð 600 milljónir norskra króna, eða sem samsvarar um 9,0 milljörðum íslenskra króna. Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka ásamt DNB og Pareto voru ráðgjafar...

LESA NÁNAR

21. október 2020

Eskja hf. eykur fjölbreytni í fjármögnun

Eskja hf. hefur lokið útboði á tveimur víxlaflokkum til þriggja mánaða í erlendri mynt. Umtalsverð eftirspurn var í útboðinu og bárust tilboð að fjárhæð 4.265.000 USD í flokkinn ESKJAUSD0121 og...

LESA NÁNAR