Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka er ráðgjafi Lyfsalans við kaup félagsins á 100% hlut í Lyfjavali

Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka er ráðgjafi Lyfsalans við kaup félagsins á 100% hlut í Lyfjavali

Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka er ráðgjafi Lyfsalans við kaup félagsins á 100% hlut í Lyfjavali - mynd

Í dag 25. júní 2021, var kauptilboð Lyfsalans ehf. í 100% hlutafé Lyfjavals ehf. og Landakot fasteignafélags ehf. samþykkt.

Skeljungur hf. er 10% hluthafi í Lyfsalanum ehf. en samhliða samþykktu kauptilboði og hlutafjáraukningu verður Skeljungur 56% hluthafi í Lyfsalanum ehf., þó með þeim fyrirvara að kaupin gangi eftir.

Lyfsalinn rekur þrjú apótek á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. í Glæsibæ, Urðarhvarfi og eitt bílaapótek við þjónustustöð Orkunnar sem er í eigu Skeljungs við Vesturlandsveg.

Lyfjaval rekur einnig þrjú apótek, þ.e. í Mjódd, Apótek Suðurnesja og bílaapótek Hæðasmára. Með í kaupunum fylgja framangreindar fasteignir.

Kaupin eru háð ýmsum forsendum og hefðbundnum fyrirvörum, m.a. um áreiðanleikakönnun og samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka er ráðgjafi Lyfsalans ehf. í viðskiptunum.


Fleiri fréttir

10. mars 2021

Vel heppnað hlutafjárútboð Arctic Fish

Arctic Fish hefur lokið hlutafjárútboði að fjárhæð 600 milljónir norskra króna, eða sem samsvarar um 9,0 milljörðum íslenskra króna. Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka ásamt DNB og Pareto voru ráðgjafar...

LESA NÁNAR

21. október 2020

Eskja hf. eykur fjölbreytni í fjármögnun

Eskja hf. hefur lokið útboði á tveimur víxlaflokkum til þriggja mánaða í erlendri mynt. Umtalsverð eftirspurn var í útboðinu og bárust tilboð að fjárhæð 4.265.000 USD í flokkinn ESKJAUSD0121 og...

LESA NÁNAR