Margföld umframeftirspurn í hlutafjárútboði Icelandic Salmon AS

Margföld umframeftirspurn í hlutafjárútboði Icelandic Salmon AS

Margföld umframeftirspurn í hlutafjárútboði Icelandic Salmon AS - mynd

Icelandic Salmon AS (áður Arnarlax AS) hefur lokið hlutafjárútboði að fjárhæð 647 milljónum norskra króna, eða sem samsvarar tæplega tíu milljörðum íslenskra króna. Með útboðinu safnaði félagið um 500 milljónum norskra króna með sölu á nýju hlutafé auk þess sem tveir hluthafar seldu samhliða hluti að andvirði um 147 milljónir norskra króna. Allir hlutir voru seldir á genginu 115 norskar krónur.

Hlutafjárútboðið hlaut góðar viðtökur íslenskra og alþjóðlegra fagfjárfesta og var margföld umframeftirspurn. Þrír hornsteinsfjárfestar fengu úthlutað hlutum að andvirði tæplega 300 milljónum norskra króna en það voru Gildi lífeyrissjóður, sjóðir í stýringu Stefnis hf. og Edvin Austbø í gegnum félagið Alden AS.
Icelandic Salmon AS hyggst nýta andvirði hins nýja hlutafjár til að fjármagna áframhaldandi vöxt. Félagið hefur sótt um að hlutir félagsins verði teknir til viðskipta á Merkur markaðnum í Noregi og er gert ráð fyrir að viðskipti hefjist í kringum 27. október nk.

Ráðgjafar félagsins í ferlinu voru Arion banki hf., DNB Markets og Arctic Securities AS.


Fleiri fréttir

10. mars 2021

Vel heppnað hlutafjárútboð Arctic Fish

Arctic Fish hefur lokið hlutafjárútboði að fjárhæð 600 milljónir norskra króna, eða sem samsvarar um 9,0 milljörðum íslenskra króna. Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka ásamt DNB og Pareto voru ráðgjafar...

LESA NÁNAR

21. október 2020

Eskja hf. eykur fjölbreytni í fjármögnun

Eskja hf. hefur lokið útboði á tveimur víxlaflokkum til þriggja mánaða í erlendri mynt. Umtalsverð eftirspurn var í útboðinu og bárust tilboð að fjárhæð 4.265.000 USD í flokkinn ESKJAUSD0121 og...

LESA NÁNAR