Fyrirtækjaráðgjöf
Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka hefur á að skipa öflugum hópi sérfræðinga með yfirgripsmikla þekkingu og reynslu af fjármálagerningum:
- Umsjón með samruna og yfirtöku fyrirtækja
- Kaup og sala fyrirtækja
- Kauphallarskráningum og útboðum
- fjármögnun fyrirtækja
- Endurskipulagningu fyrirtækja
- Virðismat og fjárfestingar í hlutabréfum
- Aðrir fjármálagerningar
Samrunar og yfirtökur
Fyrirtækjaráðgjöf hefur umsjón með sölu fyrirtækja í opnu söluferli eða lokuðu samningaferli. Veitir ráðgjöf við kaup á fyrirtækjum eða fjárfestingu í stærri eignarhlutum fyrirtækja sem og ráðgjöf við kaup og sölu rekstrartengdra eigna og aðra fjármálagerninga, s.s. skuldaskjöl og afleiður.
Fyrirtækjaráðgjöf veitir ráðgjöf við samruna og yfirtökur fyrirtækja, verkstýrir gjarnan slíku ferli frá upphafi til enda og annast þá m.a. greiningu tækifæra, virðismat, greiningu virðisaukandi þátta, ráðgjöf varðandi aðferðafræði, umsjón með samningaviðræðum og lúkningu viðskipta. Fyrirtækjaráðgjöf hefur umsjón með framkvæmd yfirtökutilboða í hlutabréf skráðra fyrirtækja, innlausna og afskráninga hlutabréfa í kauphöll og veitir aðstoð við skuldsettar yfirtökur.
Skráning og útboð
Skráning í kauphöll
Fyrirtækjaráðgjöf hefur umsjón með skráningu verðbréfa í kauphöll, hvort heldur sem um er að ræða frumskráningu fyrirtækja, hlutafjárhækkun skráðra fyrirtækja, skráningu skuldabréfaflokks eða skráningu annarra fjármálagerninga. Fyrirtækjaráðgjöf veitir fyrirtækjum og seljendum ráðgjöf við undirbúning skráningar, gerð nauðsynlegra áreiðanleikakannana, hefur umsjón með samskiptum við kauphöll og fjármálaeftirlit, umsjón með gerð skráningarlýsinga og fjárfestakynninga.
Útboð
Umsjón með almennum útboðum á hlutabréfum, sem felur í sér ráðgjöf við undirbúning, umsjón með gerð útboðslýsingar, fjárfestakynningum og framkvæmd útboðs. Umsjón með lokuðum útboðum hlutabréfa og/eða skuldabréfa til stærri fjárfesta, sem felur í sér ráðgjöf við undirbúning, umsjón með fjárfestakynningum og framkvæmd útboðs.
Rafræn útgáfa verðbréfa
Umsjón með rafrænni útgáfu hlutabréfa og skuldabréfa í kerfi Verðbréfaskráningar Íslands.
Fjármögnun
Fjárhagsleg endurskipulagning
og ráðleggingar varðandi kjörfjármagnsskipan
- Endurfjármögnun fyrirtækja
- Verkefnafjármögnun
- Fasteignafjármögnun
Endurskipulagning efnahags
Ráðgjöf til fyrirtækja til hámörkunar á rekstrarframmistöðu þeirra. Slök fjárhagsleg frammistaða er vandi sem getur leitt af sér lélegt sjóðsflæði og takmarkaðan hagnað.
Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka veitir stjórnendum ráðgjöf við að byggja upp rekstrarfé og setja saman að nýju efnahags- og rekstrarreikning félagsins.
Þá veitir fyrirtækjaráðgjöf Arion banka stjórnendum ráðgjöf við bætta fjárhagsskipan, áætlanagerð sem og sjóða- og skuldastýringu.