Launagreiðendur
Skilvirkasta og þægilegasta leiðin fyrir launagreiðendur, sem hafa ekki aðgang að launakerfi, að senda inn skilagreinar er í gegnum Mínar síður – launagreiðendavef.
Launagreiðendur greiða skyldulífeyrissparnað mánaðarlega í lífeyrissjóð fyrir alla starfandi einstaklinga á aldrinum 16-70 ára og viðbótarlífeyrissparnað fyrir þá sem það vilja.
Skilagreinum má skila með ýmsum hætti, en mælt er með rafrænni skráningu skilagreina til að auka skilvirkni og minnka villuhættu.
Nánari upplýsingar um skilagreina- og greiðslumöguleika má finna hér fyrir neðan.
Skilagreinar og greiðslur
Nýtt umboðskerfi á launagreiðendavef
Innskráningarþjónustu og umboðskerfi Ísland.is hefur verið lokað. Nú hefur nýtt umboðs- og innskráningarkerfi verið tekið í notkun, Signet Login. Núverandi umboð flytjast ekki yfir í nýja kerfið. Til að geta skráð sig inn á launagreiðendavefinn er nauðsynlegt að veita umboð að nýju. Prókúruhafar þurfa að veita sjálfum sér og öðrum starfsmönnum sem sjá um iðgjaldaskil umboð í gegnum nýtt umboðskerfi.Fastar greiðslur
Skilagreinar eru óþarfar þar sem um fastar mánaðarlegar greiðslur er að ræða.
Krafa myndast sjálfkrafa í netbanka launagreiðanda.
Upplýsa þarf lífeyrissjóðinn um breytingar á launum/reiknuðu endurgjaldi.
Launakerfi
Krafa myndast í netbanka launagreiðanda ef þess er óskað, annars er greiðsla millifærð inn á reikning sjóðsins.
Launagreiðandi velur sér sjálfur notendanafn og lykilorð.
Slóðin fyrir XML gögn er: https://www.arionbanki.is/rafskilxml/sendpaymentinfo.aspx.
Nánar um rafræn skil í gegnum launakerfi inn á skilagrein.is.
Greiðsluupplýsingar
Sjóður | Tegund iðgjalds | Lífeyrissjóðsnúmer | Reikningsnúmer | Kennitala | |
---|---|---|---|---|---|
Arion banki - Lífeyrisauki |
Viðbótariðgjald |
286 |
329-26-001080 |
640699-9069 |
|
Frjálsi lífeyrissjóðurinn |
Skylduiðgjald |
137 |
329-26-007056 |
600978-0129 |
|
Frjálsi lífeyrissjóðurinn |
Viðbótariðgjald |
135 |
329-26-007056 |
600978-0129 |
|
Lífeyrissjóður Rangæinga |
Skylduiðgjald |
540 |
329-26-656002 |
660472-0299 |
|
EFÍA |
Skylduiðgjald |
180 |
329-26-007171 |
650376-0809 |
|
LSBÍ |
Skylduiðgjald |
90 |
329-26-007105 |
510169-4339 |
Eindagi er síðasti dagur næsta mánaðar á eftir launatímabili.
Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga ef greitt er eftir eindaga.
Hafa samband
- Sími: 444 6500
- Tölvupóstur: launagreidendur@arionbanki.is
- Móttaka: Höfuðstöðvar Arion banka, Borgartúni 19, 105 Reykjavík
- Fundur/fjarfundur í útibúi: Bókið fund hér á síðunni.
- Netspjall
Við erum með opið frá kl. 9-16 alla virka daga.
Spurt og svarað
Hvar fást notandanafn og lykilorð vegna rafrænna skila í launakerfi?
Á að bíða eftir staðfestingu vörsluaðila áður en greiðslur hefjast í nýjan sjóð?
Hvað gerist ef skilagrein berst sjóðnum en engin greiðsla?
Á að segja skyldulífeyrissparnaði upp skriflega?
Hvernig er greiðslum tekjuskatts háttað?
Hvað er iðgjald í viðbótarlífeyrissparnað hátt?
Hvað er iðgjald í skyldulífeyrissparnað hátt?
Af hverju þarf að skila inn skilagrein?
Hvernig er mótframlagi sjálfstæðra atvinnurekenda háttað?
Hvaða greiðslumáta er mælt með fyrir sjálfstæða atvinnurekendur?
Sendir RSK frá sér innheimtukröfur?
Á að segja viðbótarlífeyrissparnaði upp skriflega?
Af hvaða tekjum er greitt?
Hvernig er iðgjald greitt og skilagreinum skilað?
Hvar eru Mínar síður - launagreiðendavefur og önnur þjónusta fyrir launagreiðendur?
Hvað ef ég greiði ekki í lífeyrissjóð fyrir launþega mína?
Hvað ef ég greiði aðeins hluta skylduiðgjalda í lífeyrissjóð fyrir launþega mína?
Hvenær eru gjalddagi og eindagi?
Hvað gerist ef greiðsla berst of seint?
Hafa flestir val um lífeyrissjóð eða kveða kjarasamningar á um skylduaðild?