Startup Reykjavík
Beinn stuðningur við íslenskt frumkvöðlaumhverfi
Stuðningur við frumkvöðlafyrirtæki og virk þátttaka einkafjármagns í fjárfestingum á frumstigi eru einkenni heilbrigðs frumkvöðlaumhverfis. Arion banki trúir á samband við frumkvöðla og nýsköpunarfyrirtæki á viðskiptaforsendum.
Með þátttöku í Startup Reykjavik, samstarfsverkefni Arion banka og Icelandic Startups, fá tíu teymi:
- 2.400.000 króna í hlutafé gegn 6% hlutdeild Arion banka í fyrirtækinu
- Aðgang að sameiginlegri vinnuaðstöðu
- Tíu vikna þjálfun og ráðgjöf frá tugum mentora, sem eru úr hópi stjórnenda, innlendra og erlendra sérfræðinga
- Að kynna sig fyrir fjárfestum á lokadegi verkefnisins
Arion banki er eigandi Startup Reykjavík en verkefnið er unnið í náinni samvinnu við Icelandic Startups.
Startup Reykjavik er hluti af Global Accelerator Network, en í því eru um 90 viðskiptahraðlar í sex heimsálfum.
Markmið Startup Reykjavík
Markmið Startup Reykjavik er að skapa umgjörð þar sem athafnafólk nýtur ráðgjafar og leiðsagnar reynslumikilla aðila í þeim tilgangi að ýta úr vör nýjum viðskiptatækifærum. Startup Reykjavik verkefnið er það fyrsta sinnar tegundar hér á landi en verkefni sem þessi hafa notið mikilla vinsælda og virðingar víðsvegar um heim af fjárfestum og fyrirtækjum sem eru að stíga sín fyrstu skref.
Svör við öðrum algengum spurningum á vefsíðu Startup Reykjavík.
Startup Reykjavík á Facebook Myndir frá Startup Reykjavík Teymin í Startup Reykjavík
Að hverju leitað?
Fyrst og fremst að sterku og fjölbreyttu teymi einstaklinga á bak við fyrirtækin sem hafa vilja og getu til þess að hrinda sinni viðskiptahugmynd í framkvæmd. Viðskiptahugmynd sem á gott erindi við skilgreindan markhóp, gjarnan á alþjóðamarkaði. Allir geirar koma til greina.
Hvernig eru verkefnin valin?
Horft er á hversu markaðsvæn varan eða þjónustan er og metið hvaða erindi hún á fyrir inn skilgreinda markhóp. Samsetning teymisins á bak við hugmyndina er einnig mikilvæg, þ.e. að nægileg breidd sé í hópnum til þess að hugmyndin geti orðið að veruleika.