Húsfélög

Lögum samkvæmt þurfum við að afla upplýsinga um húsfélagið þitt.

Áreiðanleikakönnunina má afgreiða með tvennum hætti, eftir því hvort kosin hafi verið stjórn eða ekki.

  1. Ef það er starfandi stjórn þarf að skila afriti af fundargerð húsfélagsins. Þar þarf að koma fram hvaða aðilar voru kosnir í stjórn, kennitölur þeirra, dagsetning og nafn húsfélags.

    Allir þinglýstir eigendur þurfa að undirrita annaðhvort fundargerðina, eða mætingarlista á fund til að sýna fram á kjör stjórnarinnar.

    Meirihluti stjórnar þarf að undirrita umboðssamning bankans.

  2. Húsfélög með sex eignarhlutum eða færri þurfa ekki stjórn, þá fara allir eigendur með það vald sem stjórn myndi annars hafa og geta veitt einum aðila umboð til að koma fram fyrir hönd félagsins.

    Þá þarf að afhenda umboðssamning bankans vegna húsfélagsþjónustu þar sem allir þinglýstir eigendur skrifa undir. Ef þinglýstur eigandi er fyrirtæki skrifar prókúruhafi undir umboðið.

 

Gjaldkeri húsfélagsins þarf svo að sanna á sér deili, slíkt er hægt að gera með rafrænum skilríkjum hér.

Umboð til gjaldkera húsfélags og tilkynning um stjórnarkjör

Samningur um aðgang að netbanka fyrir húsfélag/félagasamtök

 

Senda gögn