Áreiðanleikakönnun fyrirtækja
Það er okkur mikilvægt að þekkja viðskiptavini okkar, markmið þeirra og aðstæður, því þannig getum við veitt betri þjónustu.
Lögum samkvæmt þarf bankinn að framkvæma áreiðanleikakönnun. Ef fyrirtæki eða félag fyllir ekki út slíka könnun má bankinn ekki eiga í viðskiptum við það.
Athugið að annaðhvort stjórnarmaður eða prókúruhafi þurfa að svara áreiðanleikakönnuninni. Fyrst þurfa þó allir aðilar sem koma fyrir í könnun félagsins að sanna á sér deili.
Vinsamlega veldu viðeigandi félagsform:
Algengar spurningar
Það birtast rangar upplýsingar um stjórn og/eða eigendur í rafrænu áreiðanleikakönnuninni
Gögn Arion banka byggja á skráningum RSK. Þú þarft því að ganga úr skugga um að skráning hjá rsk.is sé rétt fyrir þitt félag/fyrirtæki.
Aðili tengdur fyrirtækinu á eftir að sanna á sér deili, hvað geri ég?
Einstaklingur getur sannað á sér deili með rafrænum skilríkjum á síðu hér.
Ef einstaklingur hefur ekki rafræn skilríki þarf að koma með löggild persónuskilríki; ökuskírteini, vegabréf eða nafnskírteini (ekki greiðslukort) í næsta útibú til skönnunar.
Hvernig breyti ég skráningu á raunverulegum eigendum hjá einkahlutafélagi?
Ríkisskattstjóri hefur nú tekið í notkun nýtt kerfi sem gerir fólki kleift að stofna einkahlutafélög eða senda inn breytingar á einkahlutafélögum með rafrænum hætti.
Sjá nánar á vefnum skatturinn.is.
Hvað er Tin númer?
Tin númer vísar til skattkennitölu í viðkomandi landi þar sem einstaklingur eða lögaðili greiðir skatt til.
Sjá nánar hjá; OECD: Tax identification numbers (TINs) - Organisation for Economic Co-operation and Development (oecd.org), RSK: FATCA | Skatturinn - skattar og gjöld og Common Reporting Standard | CRS | Skatturinn - skattar og gjöld.
Hvað gerist ef ég svara ekki áreiðanleikakönnuninni?
Samkvæmt lögum nr. 140/2018 má Arion ekki eiga í viðskiptasambandi við félög nema áreiðanleikakönnun sé lokið. Því ber okkur skylda að læsa reikningum ef ekki næst að klára áreiðanleikakönnun.
Hvernig opna ég reikninga aftur ef ég hef gleymt að svara áreiðanleikakönnun?
Þú byrjar á því að svara áreiðanleikakönnuninni. Í framhaldi þarft þú að hafa samband við okkur með því að senda á netspjallið okkar eða tölvupóst á netfangið fyrirtaeki@arionbanki.is og biðja um enduropnun.
Hversu oft þurfa fyrirtæki að svara áreiðanleikakönnun?
Endurnýjun á áreiðanleikakönnun er háð eðli viðskipta við bankann og starfsemi félags. Sum félög þurfa að endurnýja á hverju ári og önnur á þriggja ára fresti.