Hvað er áreiðanleikakönnun?
Það er okkur mikilvægt að þekkja viðskiptavini okkar, markmið þeirra og aðstæður, því þannig getum við veitt betri þjónustu og verndað gegn hugsanlegum auðkennisþjófnaði eða annarri misnotkun á þjónustu bankans.

Lögum samkvæmt þarf bankinn að framkvæma áreiðanleikakönnun. Ef fyrirtæki eða félag fyllir ekki út slíka könnun má bankinn ekki eiga í viðskiptum við það.
Athugið að annaðhvort stjórnarmaður eða prókúruhafi þurfa að svara áreiðanleikakönnuninni. Fyrst þurfa þó allir aðilar sem koma fyrir í könnun félagsins að sanna á sér deili.
Samfélagið treystir á skilvirkt og öruggt fjármálakerfi og Arion, eins og önnur fjármálafyrirtæki, gegnir mikilvægu hlutverki við að tryggja að svo sé.
Við leggjum ríka áherslu á að vera á varðbergi gagnvart hvers kyns fjármunabrotum og fyrirbyggja þau skaðlegu áhrif sem slík brot geta haft á viðskiptavini, rekstur bankans og samfélagið.
Vinsamlega veldu viðeigandi form félags:
Spurt og svarað
Hvað þurfum við að vita um viðskiptavini okkar?
Okkur ber skylda til þess að búa yfir fullnægjandi upplýsingum sem gera okkur kleift að skilja eignarhald, starfsemi og stjórnskipulag viðskiptavina sem eru lögaðilar, fjárvörslusjóðir eða sambærilegir aðilar, þ.m.t. að sannreyna að upplýsingar um raunverulega eigendur séu réttar. Meðal upplýsinga sem við öflun má m.a. nefna upplýsingar um félagaform, sönnun á tilvist, starfsemi, heimilisfang, upplýsingar um aðila sem sinna stjórnunarstöðum hjá félaginu, tilgang viðskipta og skattaupplýsingar.
Það birtast rangar upplýsingar um stjórn og/eða eigendur í rafrænu áreiðanleikakönnuninni
Gögn Arion banka byggja á skráningum RSK. Þú þarft því að ganga úr skugga um að skráning hjá rsk.is sé rétt fyrir þitt félag/fyrirtæki.
Sjá nánar á vefnum skatturinn.is.
Aðili tengdur fyrirtækinu á eftir að sanna á sér deili, hvað geri ég?
Smelltu hér til að sanna á þér deili með rafrænum skilríkjum eða auðkennisappi.
Ef aðili hefur ekki rafræn skilríki þarf að koma með löggild persónuskilríki s.s. ökuskírteini, vegabréf eða nafnskírteini í næsta útibú þar sem við skönnum það inn.Hér finnur þú nánari upplýsingar um rafræn skilríki.
Ef þú getur ekki komið í útibúið til að láta skanna skilríki þín, getur þú sent okkur afrit af staðfestingu á afrituðu skilríki frá lögbókanda, fjármálafyrirtæki sem hefur svipaðar kröfur og bankinn, eða frá viðurkenndum opinberum aðila.
Hvernig breyti ég skráningu á raunverulegum eigendum hjá einkahlutafélagi?
Ríkisskattstjóri hefur nú tekið í notkun nýtt kerfi sem gerir fólki kleift að stofna einkahlutafélag eða senda inn breytingar á einkahlutafélögum með rafrænum hætti.
Sjá nánar á vefnum skatturinn.is.
Upplýsingar um raunverulega eigendur og stjórnskipulag
Okkur ber skylda til að afla fullnægjandi upplýsinga og sannreyna hver raunverulegur eigandi lögaðila er og tryggja að eignarhald og stjórnskipulag slíkra aðila séu fullkomlega skilin. Í þeim tilvikum þar sem ekki er ljóst af framlögðum gögnum hver endanlegur móttakandi fjármuna er, eða hver raunverulegur eigandi er, ber bankanum skylda að krefjast frekari upplýsinga.
Hvað er skattakennitala?
Skattakennitala eða TIN (Tax Identification Number) er sérstakt númer sem er tilgreint af skattayfirvöldum í því landi sem einstaklingur eða lögaðili greiðir skatt til. Tilgangur þessara upplýsinga er að stuðla að auknu gagnsæi í skattamálum á alþjóðavettvangi.
Hér má finna góðar upplýsingar um TIN: Tax identification numbers (TINs) - Organisation for Economic Co-operation and Development.
Hvað gerist ef ég svara ekki áreiðanleikakönnuninni?
Samkvæmt lögum nr. 140/2018 má Arion ekki eiga í viðskiptasambandi nema áreiðanleikakönnun sé lokið. Því ber okkur skylda til að takmarka viðskipti þín við bankann eða segja upp viðskiptasambandinu ef ekki næst að klára fullnægjandi áreiðanleikakönnun að mati bankans.
Hvernig opna ég reikninga aftur ef ég hef gleymt að svara áreiðanleikakönnun?
Þú byrjar á því að svara áreiðanleikakönnuninni. Reikningar opnast aftur sjálfvirkt fljótlega eftir að áreiðanleikakönnun hefur verið svarað með fullnægjandi hætti að mati bankans.
Hversu oft þurfa fyrirtæki að svara áreiðanleikakönnun?
Endurnýjun á áreiðanleikakönnun er háð eðli viðskipta við bankann og starfsemi félags. Sum félög þurfa að endurnýja á hverju ári og önnur á þriggja ára fresti.
Er okkur heimilt að takmarka viðskipti þín, svo sem loka á reikninga eða rifta viðskiptasambandi?
Samkvæmt lögum nr. 140/2018 má Arion ekki eiga í viðskiptasambandi nema áreiðanleikakönnun sé lokið. Því ber okkur skylda að takmarka viðskipti þín við bankann eða segja upp viðskiptasambandinu ef ekki næst að klára fullnægjandi áreiðanleikakönnun að mati bankans.
Upplýsingar sem aflað er við framkvæmd áreiðanleikakönnunar eða viðvarandi eftirlits geta leitt í ljós áhættu sem bankinn er ekki reiðubúinn að taka. Bankinn áskilur sér því ávallt rétt til að hafna umsókn um viðskipti eða takmarka eða binda enda á viðskiptasamband sem þegar hefur verið stofnað til.