Hvað er áreiðanleikakönnun?

Það er okkur mikilvægt að þekkja viðskiptavini okkar, markmið þeirra og aðstæður, því þannig getum við veitt betri þjónustu og verndað gegn hugsanlegum auðkennisþjófnaði eða annarri misnotkun á þjónustu bankans.

Lögum samkvæmt þarf bankinn að framkvæma áreiðanleikakönnun. Ef fyrirtæki eða félag fyllir ekki út slíka könnun má bankinn ekki eiga í viðskiptum við það.

Athugið að annaðhvort stjórnarmaður eða prókúruhafi þurfa að svara áreiðanleikakönnuninni. Fyrst þurfa þó allir aðilar sem koma fyrir í könnun félagsins að sanna á sér deili.

Samfélagið treystir á skilvirkt og öruggt fjármálakerfi og Arion, eins og önnur fjármálafyrirtæki, gegnir mikilvægu hlutverki við að tryggja að svo sé.

Við leggjum ríka áherslu á að vera á varðbergi gagnvart hvers kyns fjármunabrotum og fyrirbyggja þau skaðlegu áhrif sem slík brot geta haft á viðskiptavini, rekstur bankans og samfélagið.

Vinsamlega veldu viðeigandi form félags:

Spurt og svarað