Á þitt fyrirtæki kost á betri kjörum?

Arion banki, í samstarfi við Evrópska fjárfestingarsjóðinn, EIF, býður fyrirtækjum sem uppfylla ákveðin skilyrði lán á hagkvæmari kjörum, eða gegn lægri veðtryggingu.

Lánunum er ætlað að styðja við ung og vaxandi fyrirtæki eða þróun nýrrar tækni og ferla hjá rótgrónum fyrirtækjum ásamt fjárfestingum í orkuskiptum, sjálfbærni og hringrásarhagkerfi. Um ný verkefni þarf að vera að ræða og því er ekki hægt að endurfjármagna með EIF láni.

Skilmálar vegna láns með EIF ábyrgð

 

Á þitt verkefni heima hér?

Við hvetjum þig til að kanna hvort verkefnið þitt falli undir ábyrgð EIF* með því að senda póst á fyrirtaeki@arionbanki.is. 

*Fyrirtæki þurfa að falla undir skilgreiningu á smáu eða meðalstóru fyrirtæki (SME), sem flest íslensk fyrirtæki gera.


Samningurinn styður við þrjú ólík svið

Sjálfbærni

Til dæmis fjárfestingar í lífrænum landbúnaði, hringrásarhagkerfinu eða umhverfisvænum framleiðsluaðferðum – sem og grænar fjárfestingar í bílum, skipum, tækjum og tólum.

Nýsköpun og stafræn væðing

Til að mynda lánveitingar til verkefna vegna innleiðingar nýrra kerfa eða tækni, rannsókna og þróunar. Undir þennan hatt falla einnig fyrirtæki í örum vexti og margt fleira.

Menning og skapandi greinar

Hér má nefna fjárfestingar í kvikmyndum, þáttagerð, bókaútgáfu eða starfsemi safna, ásamt öðrum verkefnum sem hefja upp og viðhalda menningu á einhvern hátt.

 

EIF bílalán

Hagstæðari fjármögnun
á vistvænum fyrirtækjabílum

Bílalán EIF er ætlað fyrirtækjum* sem óska eftir láni á rafbíl, metanbíl eða atvinnutæki sem nota annan orkugjafa en jarðefnaeldsneyti.

Sjá nánar

Umsagnir

Það er einstaklega ánægjulegt að endurvekja samstarf okkar við Evrópska fjárfestingasjóðinn. Samstarf okkar fyrir um átta árum var grunnurinn að stuðningi Arion við fjölmörg nýsköpunarverkefni t.a.m. á sviði fiskeldis, gagnavera, umhverfisvænna orkugjafa og húðvara. Nú nær samstarfið til enn fleiri sviða með áherslu á nýsköpun og stafvæðingu samfélagsins, menningu og skapandi greinar og sjálfbærni- og umhverfismál. Samstarf okkar og fjárfestingarsjóðsins er mikilvægt og auðveldar okkur að lána til verkefna á þessum sviðum. Það gerir okkur kleift að fjármagna verkefni sem eru komin skemmra á veg en ella og á hagstæðari kjörum, uppfylli þau skilyrði samningsins.

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka