Græn fyrirtækjalán

Arion banki býður upp á lánveitingar til fyrirtækja í samræmi við sjálfbæra fjármálaumgjörð bankans. Þau fyrirtæki sem uppfylla skilyrði sjálfbærra lánveitinga eru skoðuð sérstaklega og bera að jafnaði lægri fjármögnunarkostnað. Til þeirra eru gerðar ríkari kröfur um frammistöðu hvað varðar ófjárhagslega þætti starfseminnar ásamt ríkari upplýsingaskyldu um ófjárhagslega mælikvarða.

Græn lán eru óháð tegund lánveitinga eða lánstíma. Lánin eru því ýmist til fjárfestinga, kröfufjármögnunar eða rekstrarfjármögnunar í formi veðskuldabréfs, lánssamnings, ádráttasamnings o.s.frv.

Undir sjálfbæra fjármálaumgjörð falla flokkar grænna lánveitinga sem hafa jákvæð áhrif á umhverfið og félagslegir flokkar fyrir verkefni sem hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Umgjörðina má finna hér.

Lánveitingar til fyrirtækja sem teljast umhverfisvænar falla meðal annars undir eftirfarandi flokka:

  • Grænar byggingar
  • Grænar samgöngur
  • Sjálfbær skógrækt og landbúnaður
  • Endurnýjanleg orka
  • Orkunýtni og kolefnissparnaður
  • Sjálfbær stjórnun úrgangs- og frárennslis
  • Hringrásarhagkerfi
  • Sjálfbær virðiskeðja sjávar

Við viljum endilega skoða málin með þér. Hægt er að hafa samband í gegnum netfangið sjalfbaerni@arionbanki.is.