Val á húsnæði, leigja eða kaupa?

Val á húsnæði, leigja eða kaupa?

Val á húsnæði, leigja eða kaupa? - mynd


Það er erfitt að segja til um hvort það henti þér að leigja eða kaupa og þar ráða helst ferðinni þín fjárhagsstaða og þín fjárhagslegu markmið. Þú skalt reikna hvoru tveggja til enda áður en þú tekur ákvörðun. Ef stefnan er tekin á fasteignakaup eru nokkur mikilvæg atriði sem gott er að kynna sér og hafa á hreinu áður en af stað er farið.

Fyrir kaup á fyrstu fasteign gilda eftirfarandi reglur

  • Útborgun í minnsta lagi 15% af kaupverði
  • Lán að hámarki 85% af kaupverði

Til móts við eigin sparnað er hægt að sækja um að nýta hluta af viðbótarlífeyrissjóðssparnaði skattfrjálst upp í útborgun á fyrstu fasteigninni sem þú kaupir. Þetta er að sjálfsögðu háð þeirri reglugerð sem er í gildi þegar þessi grein er skrifuð og gætu þær reglur breyst í framtíðinni.

Upphæðin á því láni sem hægt er að sækja um ræðst einkum af greiðslugetu og reglum sem Seðlabankinn hefur sett um annars vegar hversu háu hlutfalli kaupverðs má lána fyrir og einnig hversu háu hlutfalli af mánaðarlegum ráðstöfunartekjum fólks má ráðstafa í fasteignalán. Reglurnar þegar þessi grein er skrifuð segja til um það að greiðslubyrði húsnæðisláns megi að hámarki vera 40% af tekjum heimilisins eftir skatt við kaup á fyrstu fasteign. Greiðslugeta þín er svo könnuð með greiðslumati sem auðvelt er að gera rafrænt á vef Arion banka.

Hvert svo sem skrefið í átt að því að flytja úr foreldrahúsum leiðir ykkur mælum við eindregið með því að yfirsýn yfir fjármálin sé til staðar á hverjum tímapunkti og við bjóðum ykkur velkomin að heyra í ráðgjöfum okkar með allar ykkar hugleiðingar.

 

Fréttasafn

14. febrúar 2024

Fræðslufundur

Fræðslufundi um Lífeyrisauka, viðbótarlífeyrissparnað Arion, verður streymt á Facebook síðu Arion...

LESA NÁNAR

31. mars 2023

Rafræn yfirlit

Nýlega samþykkti Alþingi breytingar á lífeyrissjóðalögunum sem varða m.a. upplýsingagjöf til...

LESA NÁNAR