Snjöll leið til að hækka launin
og spara um leið

Þegar þú stofnar viðbótarlífeyrissparnað velur þú að greiða 2 til 4% af launum þínum í viðbótarlífeyrissparnað og á móti greiðir launagreiðandi þinn 2%, þannig færðu launahækkun frá launagreiðanda þínum. Þú getur því verið að leggja fyrir allt að 6% af heildarlaunum í sparnað. 

Sparnaður sem tryggir þér betri framtíð

Þegar fólk fer á eftirlaun lækka oft tekjurnar. Því er snjallt ráð að nota viðbótarlífeyrissparnaðinn til að hækka tekjurnar á eftirlaunaaldri. Þú gætir jafnvel hætt fyrr að vinna.

Sjá grein um undirbúning starfsloka

Launahækkun í formi mótframlags

Ef þú leggur til 2 til 4% af launum þínum í viðbótarlífeyrissparnað færðu 2% mótframlag frá launagreiðanda þínum.

Góðar fjárfestingaleiðir

Í viðbótarlífeyrissparnaði Arion banka getur þú valið á milli fjölbreyttra fjárfestingarleiða sem mæta ólíkum þörfum vegna aldurs og viðhorfs til áhættu.

Þú getur líka valið leið sem kölluð er Ævilína þar sem þú færist sjálfkrafa milli ávöxtunarleiða eftir aldri.

Sjá nánar

Sparnaður sem getur auðveldað íbúðakaupin

Hægt er að greiða viðbótarlífeyrissparnað skattfrjálst inn á íbúðalán og ef þú ert að kaupa fasteign áttu möguleika á að nýta viðbótarlífeyrissparnaðinn til að auðvelda þér kaupin.

Skoða nánar

Sparnaður sem erfist að fullu

Ef þú fellur frá þá fer það sem þú hefur safnað í viðbótarlífeyrissparnað að fullu til erfingja. Erfingjar greiða ekki erfðafjárskatt af lífeyrissparnaði heldur er útgreiðslan skattlögð samkvæmt lögum um tekjuskatt.

Greiðir ekki skatt við innborgun

Enginn tekjuskattur er greiddur við innborgun heldur við útgreiðslu, enginn fjármagnstekjuskattur af ávöxtun og enginn erfðafjárskattur af inneign við andlát. Sparnaðurinn er ekki aðfararhæfur við gjaldþrot. 

Reiknaðu út þinn sparnað

Hlutfall af launum
Inneign við 70 ára aldur
Reiknivélin sýnir þróun á áætlaðri inneign m.v. uppgefnar forsendur og 3,5% raunávöxtun. Athugið að niðurstaðan er eingöngu sett fram í dæmaskyni.
Þitt framlag
Mótframlag
Ávöxtun

Þú fylgist með
lífeyrismálunum í Arion appinu

Í Arion appinu býðst þér einstök yfirsýn yfir lífeyrissparnaðinn þinn. Ef þú ert ekki með viðbótarlífeyrissparnað hjá Arion banka nú þegar getur þú stofnað hann í appinu með nokkrum smellum.

Í appinu er m.a. hægt að: 

  • Stofna viðbótarsparnað og byrja að spara
  • Skoða yfirlit yfir ráðstöfun viðbótarsparnaðar inn á íbúðalán
  • Fylgjast með greiðslum inn á íbúðalán og sjá hvort greiðslur séu virkar
  • Flytja annan viðbótarsparnað til Arion banka með einföldum hætti 
  • Fylgjast með núverandi stöðu og þróun inneignar frá upphafi
  • Sjá áætlaða stöðu við starfslok og mánaðarlegar útgreiðslur
  • Taka út séreignarsparnað

Sækja Arion appið fyrir iOSSækja Arion appið fyrir Android

Nánar um appið

Ef þú getur ekki sótt Arion appið er hægt að skrá sig inn á Mínar síður.
Ef þú ert ekki með rafræn skilríki eru eyðublöð hér.

Spurt og svarað

Greinar

Fréttir

02. september 2024

Nýtt umboðskerfi á launagreiðendavef

Mánudaginn 2. september verður innskráningarþjónustu og umboðskerfi Ísland.is lokað. Samhliða því verður nýtt umboðs- og innskráningarkerfi tekið í notkun. Núverandi umboð flytjast ekki yfir í nýja...

Nánar