Viðbótarlífeyrissparnaður
Lífeyrisauki, viðbótarlífeyrissparnaður Arion er einföld leið til að auka tekjurnar og spara um leið. Hvort sem þú ert að spara til efri áranna eða til að auðvelda þér íbúðakaupin þá er viðbótarlífeyrissparnaður góð leið.
Útgreiðslur
Það hefur aldrei verið eins einfalt að taka út séreign.
Nú er hægt að óska eftir útgreiðslu séreignar vegna aldurs og erfða í Arion appinu en ef þú ert ekki með appið þá er hægt að sækja það hér. Fræðslumyndband um útgreiðsluferlið í appinu má sjá hér til hliðar.
Útgreiðsluferlið er aðeins opið þeim sem náð hafa viðmiðunaraldri eða eiga erfðaséreign.
Lífeyrisráðgjöf
- Netspjall
- Sími 444 7000 kl. 10 - 15
- Tölvupóstur á lifeyristhjonusta@arionbanki.is
- Bóka tíma með ráðgjafa
Útgreiðsla viðbótarsparnaðar
Útgreiðsla vegna aldurs
Viðbótarsparnaður er laus til útgreiðslu við 60 ára aldur og þú getur valið það fyrirkomulag sem þér hentar best.
Útgreiðsla vegna örorku
Við 10% örorku eða meira er almennt hægt að fá séreign greidda út með jöfnum árlegum greiðslum.
Ef inneign er undir eingreiðsluviðmiði, 1.836.311 kr. (2025) er hægt að taka hana út í eingreiðslu eða á skemmri tíma en 7 árum.
Útgreiðsla vegna andláts
Við andlát erfist öll séreign að fullu og greiðist út eftir hentugleika erfingja. Maki og börn greiða engan erfðafjárskatt af inneigninni.
Útgreiðsludagar
Mánaðarlegar útgreiðslur fara fram síðasta virka dag mánaðar. Umsóknir þurfa að berast fimm virkum dögum fyrir útgreiðsludag. Eingreiðslur og skattfrjáls húsnæðissparnaður greiðist 15. og síðasta virka dag mánaðar en beri útgreiðsludagur upp á frídegi fer útgreiðsla fram síðasta virka dag á undan. Berist umsókn um eingreiðslu í gegnum Arion appið er greitt út fimm virkum dögum eftir að umsókn berst.
Skattlagning útgreiðslna
Tekjuskattur er greiddur af útgreiðslu séreignar í samræmi við lög um skattlagningu tekna á hverjum tíma. Umsækjendur bera ábyrgð á að upplýsa sjóðinn um nýtingu persónuafsláttar og viðeigandi skattþrepi útgreiðslna.
Nánar á vef RSKTryggingastofnun
Útgreiðsla viðbótarsparnaðar getur haft áhrif á framfærsluuppbót frá TR.
Nánar á vef tryggingastofnunar