04. desember 2024
Skattfrjáls ráðstöfun á viðbótarsparnaði framlengd
Almenna úrræðið til að nýta viðbótarlífeyrissparnað skattfrjálst til íbúðakaupa og til að greiða inn...
LESA NÁNARÍslenska lífeyriskerfið getur verið svolítill frumskógur. Við hvetjum þó fólk til að bíta á jaxlinn og setja sig vel inn í lífeyrismálin, enda skiptir slík fyrirhyggja miklu varðandi þá möguleika sem okkur bjóðast við starfslok.
Viljum við ekki öll að tekjur okkar skerðist sem minnst við starfslok? Jú, að sjálfsögðu, og því er vel þess virði að gefa sér tíma til að búa sem best um hnútana.
Sömuleiðis getur reynst vel að þekkja þær reglur sem gilda um ólíkar hliðar lífeyriskerfisins, s.s. ef taka á að sér hlutastarf eða leysa inn fjármagnstekjur, í kjölfar þess að eftirlaunataka hefst.
En hvar skal freista inngöngu í frumskóginn?
Hér á eftir svörum við nokkrum einföldum grundvallarspurningum.
Sækja má um greiðslur frá Tryggingastofnun frá 65 til 80 ára aldurs og að jafnaði frá 60 til 80 ára aldurs hjá lífeyrissjóðunum. Þá er viðbótarlífeyrissparnaður almennt laus til úttektar eftir sextugt.
Sum okkar eru í þeirri (eftirsóknarverðu) stöðu að geta dregið úr vinnuhlutfalli áður en eiginleg starfslok verða og sótt um hálfan lífeyri hjá bæði lífeyrissjóðum og TR. Í slíkum tilvikum má ekki gegna meira en hálfu starfi.
Við mælum alltaf með því að fólk sé með viðbótarlífeyrissparnað enda jafngildir hann í raun 2% launahækkun. (Sjá frekar um viðbótarlífeyrissparnað.) Ráðstöfunartekjur lækka oftast við starfslok og viðbótarlífeyrissparnaður er góð búbót þegar að töku lífeyris kemur. Við mælum jafnframt með því fólk safni viðbótarsparnaði alveg fram að starfslokum, óháð því hvort fólk minnkar starfshlutfallið fyrr eða ekki.
Meginreglan er nei. Hér er nefnilega um algengan misskilning að ræða; að jafnaði skerðir viðbótarlífeyrissparnaður ekki lífeyrisgreiðslur frá TR. Þetta þýðir með öðrum orðum að ekki þarf að stökkva til og hefja útgreiðslu viðbótarlífeyrissparnaðar áður en greiðslur frá TR byrja.
Rétt er þó að nefna að sé séreign tekin út á stuttum tíma, ofan á launatekjur, gæti þurft að greiða hátekjuskatt af úttektinni.
Annað, sem vert er að hafa í huga, er að aðrar tegundir séreignar, s.s. tilgreind séreign, frjáls séreign úr skyldu og bundin séreign, skerða ellilífeyrisgreiðslur frá TR. Það fellur utan efnistaka þessarar greinar að gera þeirri gerð séreignar skil.
Svarið er einfalt – nei. Gættu ævinlega að því að hafa undir höndum nýjustu upplýsingar sem byggjast á núgildandi fyrirkomulagi og reglum um lífeyrisgreiðslur. Auðvitað er hið besta mál að ræða lífeyrismálin yfir kaffibolla með góðum vinum og eins að fylgjast með samfélagsumræðu í greinaskrifum og á samfélagsmiðlum – en höfum hugfast að þar geta falla fallið orð af vörum og lyklaborðum sem ekki eru 100% rétt. Gættu þess að allar ákvarðanir þínar um lífeyrismál miðist við réttar upplýsingar.
Í Lífeyrisgáttinni geturðu nálgast miðlægt yfirlit um nánast öll íslensk lífeyrissréttindi. Rétt er að hafa enn fremur samband við lífeyrissjóði sína og fá svör við þeim spurningum sem brenna á þér. Þær gætu til dæmis lotið að áhrifum þess að flýta eða seinka umsókn, svo að dæmi sé tekið.
Viðmiðunaraldur lífeyristöku er að jafnaði 67 ár. Þú, sem sjóðfélagi, getur þó valið þá dagsetningu sem best hentar þér og ýmist seinkað eða flýtt töku lífeyris. Með því að flýta töku lífeyris verða mánaðarlegar greiðslur lægri en ella. Sumir flýta henni til að greiða niður skuldir, sækja fjármagn í fjárfestingar eða fá aukið svigrúm til að sinna áhugamálum og ferðalögum. Aðrir kjósa að seinka tökunni, t.d. til að draga úr skattgreiðslum. Mánaðarlegar greiðslur hækka eftir því sem sótt er um seinna.
Með vissri einföldun má segja að Tryggingastofnun hafi það hlutverk að jafna tekjur fólks á eftirlaunum. Þetta gerir hún t.d. með því að greiða út ellilífeyri og heimilisuppbót. Eins beitir hún vissum tekjutengdum skerðingum í því skyni að beina fjármunum frá hinum efnameiri til hinna efnaminni. Nýta má reiknivél stofnunarinnar til að áætla greiðslur. Um 90% Íslendinga yfir 67 ára aldri fá mánaðalegar greiðslur úr kerfinu og því borgar sig að kunna að fóta sig innan þess.
Vonandi kemur þessi greinarstúfur í góðar þarfir við undirbúning starfsloka. Á vefsíðunni okkar má nálgast frekara efni um lífeyrissparnað, viðbótarlífeyrissparnað og önnur skyld mál.
Almenna úrræðið til að nýta viðbótarlífeyrissparnað skattfrjálst til íbúðakaupa og til að greiða inn...
LESA NÁNARMánudaginn 2. september verður innskráningarþjónustu og umboðskerfi Ísland.is lokað. Samhliða því...
LESA NÁNARÁhættudreifing er mikilvægur þáttur í uppbyggingu eignasafna, sérstaklega þeirra sem hafa langan...
LESA NÁNARFrá afnámi fjármagnshafta fyrri hluta árs 2017 hefur hlutfall erlendra eigna hækkað verulega í...
LESA NÁNARArion banki í samstarfi við lífeyrissjóði í rekstri bankans býður til opins fræðslufundar um...
LESA NÁNARYfirlit um iðgjaldagreiðslur á tímabilinu 1. ágúst 2022 til 13. febrúar 2024 hafa verið birt á Mínum...
LESA NÁNARFræðslufundi um Lífeyrisauka, viðbótarlífeyrissparnað Arion, verður streymt á Facebook síðu Arion...
LESA NÁNARUndanfarin ár á fjármálamörkuðum hafa verið afar sveiflukennd. Árið 2021 var sem dæmi með þeim bestu...
LESA NÁNARAlmenna úrræðið til að nýta viðbótarsparnað skattfrjálst til íbúðakaupa og til að greiða niður...
LESA NÁNARÁhættudreifing er mikilvægur þáttur í uppbyggingu eignasafna, sérstaklega þeirra sem hafa langan...
LESA NÁNARArion banki gaf nýverið út Lífeyrisbókina. Þar er að finna grein sem ber heitið Vandfundið jafnvægi...
LESA NÁNARSnædís Ögn Flosadóttir, framkvæmdastjóri EFÍA og LSBÍ og rekstrarstjóri Lífeyrisauka, skrifaði grein...
LESA NÁNARNýlega samþykkti Alþingi breytingar á lífeyrissjóðalögunum sem varða m.a. upplýsingagjöf til...
LESA NÁNARÁrið sem var að líða markar eitt mest krefjandi ár á fjármálamörkuðum frá fyrri hluta síðustu aldar...
LESA NÁNARTímabilið frá áramótum og til dagsins í dag hefur einkennst af fréttum sem hafa haft neikvæð áhrif á...
LESA NÁNARTímabilið frá áramótum og til dagsins í dag hefur einkennst af fréttum sem hafa haft neikvæð áhrif á...
LESA NÁNARÁhættudreifing er mikilvægur þáttur í uppbyggingu eignasafna, sérstaklega þeirra sem hafa langan...
LESA NÁNARÁrið 2021 einkenndist af mikilli efnahagsóvissu og takmörkunum um allan heim vegna Covid...
LESA NÁNARUndanfarin ár hefur Lífeyrisauki aukið áhættudreifingu erlenda eigna sjóðsins og samhliða nýtt sér...
LESA NÁNARSnædís Ögn Flosadóttir, rekstrarstjóri Lífeyrisauka og Hjörleifur Arnar Waagfjörð, forstöðumaður...
LESA NÁNARVið notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Lestu um hvernig við notum vafrakökur og hvernig þú getur stjórnað þeim með því að smella á "Stillingar fótspora".