Útgreiðslur lífeyrissparnaðar - hvað ber að hafa í huga

Útgreiðslur lífeyrissparnaðar - hvað ber að hafa í huga

Arion banki í samstarfi við lífeyrissjóði í rekstri bankans býður til opins fræðslufundar um útgreiðslur lífeyrissparnaðar.

Að mörgu er að hyggja þegar kemur að útgreiðslu lífeyrissparnaðar og því leggjum við sérstaka áherslu á faglega og persónulega útgreiðsluráðgjöf ásamt því að bjóða reglulega upp á opna fræðslufundi um útgreiðslur.

Útgreiðslur lífeyrissparnaðar geta fyrst hafist við 60 ára aldur, en þó eru útgreiðslureglur mismunandi eftir tegundum lífeyrissparnaðar. Meðal umfjöllunarefnis verða útgreiðslureglur, skattaleg meðferð lífeyrissparnaðar og samspil útgreiðslna við greiðslur frá Tryggingastofnun.

Fræðslufundurinn verður haldinn fimmtudaginn 11. apríl kl. 17:15 og fer fram:

  • í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19, 105 Reykjavík
  • í streymi á Facebook síðu Arion banka

Vinsamlega skráðu þig á fundinn, veljir þú að mæta á fundarstað.

Fundurinn stendur yfir í rúma klukkustund og verður boðið upp á léttar kaffiveitingar. Allir velkomnir.

 

Fréttasafn

14. febrúar 2024

Fræðslufundur

Fræðslufundi um Lífeyrisauka, viðbótarlífeyrissparnað Arion, verður streymt á Facebook síðu Arion...

LESA NÁNAR

31. mars 2023

Rafræn yfirlit

Nýlega samþykkti Alþingi breytingar á lífeyrissjóðalögunum sem varða m.a. upplýsingagjöf til...

LESA NÁNAR