20. janúar 2025
Ávöxtun á liðnu ári og áherslur fjárfestingarstefnu Lífeyrisauka 2025
Árið 2024 var allt í senn viðburðaríkt og krefjandi. Það einkenndist af háu vaxtastigi og lækkandi...
LESA NÁNARVið getum eflaust öll verið sammála um að hagkvæmt sé að leggja fyrir en er eitt sparnaðarform hagstæðara en annað?
Viðbótarlífeyrissparnaður er ein tegund séreignarsparnaðar. Um er að ræða sparnaðarform sem felur í sér að launþegi má ráðstafa allt að 4% af heildarlaunum sínum í viðbótarlífeyrissparnað og launagreiðandi greiðir 2% mótframlag. Litið hefur verið á viðbótarlífeyrissparnað sem mikilvæga viðbót við ráðstöfunartekjur þegar starfslokum er náð. Þá er það einnig kostur að um þægilegt sparnaðarform er að ræða. Stundum hefur þó sparnaðurinn þótt fjarlægur, ekki auðvelt að fylgjast með honum og fyrir vikið hefur hann verið minna spennandi. Það höfum við hins vegar leyst með tilkomu lífeyrismála í Arion appinu.
Að jafnaði eru um 50 til 66% vinnuafls sem greiðir í viðbótarlífeyrissparnað og kynjaskiptingin er nokkuð jöfn en karlmenn eiga þó um 60% sparnaðarins og konur 40%. Rökin fyrir því að leggja fyrir í sparnaðinn eru sterk:
Við hvetjum fólk að sjálfsögðu til að leggja sjálft fyrir líka, það borgar sig alltaf að gera slíkt og byggja þannig upp sjóð til að mæta óvæntum útgjöldum eða til að safna fyrir einhverju skemmtilegu, helst hvoru tveggja. Kostir viðbótarlífeyrissparnaðar eru hins vegar ótvíræðir og þess eðlis að það borgar sig almennt að vera með slíkan sparnað sem grunnsparnað til efri áranna.
Til að skilja betur hvaða þýðingu það hefur að leggja fyrir 2 til 4% af launum sínum mánaðarlega og fá 2% mótframlag frá launagreiðanda er hægt að setja forsendur sínar í reiknivél á vefsíðu Arion.
Hægt er að nýta sparnaðinn við kaup á fyrstu íbúð. Um er að ræða úrræði sem gengur undir heitinu fyrsta íbúð en það virkar þannig að þeir sem greiða í viðbótarlífeyrissparnað geta nýtt 500 þúsund krónur á ári yfir 10 ára tímabil, þ.e. allt að 5 milljónir króna til að greiða skattfrjálst inn á íbúðalánið sitt eða tekið hluta út við kaup á fyrstu íbúð. Hjón eða sambúðarfólk getur nýtt sér úrræðið og er þá um að ræða 500 þúsund króna hámark innan hvers árs fyrir hvorn einstakling, samtals 10 milljónir yfir tímabilið. Þetta úrræði hefur reynst góður stuðningur við fyrstu kaupendur á síðustu árum og ánægja verið með það. Nýlega var þeim sem ekki hafa átt íbúð sl. fimm ár jafnframt heimilað að nýta úrræðið.
Meginhlutverk viðbótarlífeyrissparnaðar Arion er að ávaxta sparnaðinn og tryggja hæstu mögulegu ávöxtun að teknu tilliti til áhættu. Markmiðið er að byggja upp góðan sparnað til efri áranna og nýta, ef það hentar, hluta hans til öflunar húsnæðis á fyrri hluta ævinnar. Fjárfestingar geta haft áhrif á lífsgæði á annan hátt en eingöngu í gegnum ávöxtun. Undanfarin ár hefur sífellt meiri áhersla verið lögð á umhverfisleg viðmið, félagslega þætti og stjórnarhætti við fjárfestingarákvarðanir og mótuð hefur verið stefna um ábyrgar fjárfestingar. Meðal annars er fjárfest í uppbyggingu atvinnulífs og innviða hérlendis sem og erlendis og þannig haft áhrif á samfélagið allt.
Við hvetjum alla til að kynna sér vel stefnuna um ábyrgar fjárfestingar, ólíkar fjárfestingarleiðir og ávöxtun ásamt hagkvæmni þessa sparnaðarforms.
Einfalt er að gera samning um viðbótarlífeyrissparnað í Arion appinu. Þar er einnig hægt að fylgjast með stöðunni og þróun inneignar frá upphafi, sjá áætlaða stöðu við starfslok, mánaðarlegar útgreiðslur og þegar viðmiðunaraldri er náð er hægt að sækja um útgreiðslu. Þeir sem ráðstafa viðbótarlífeyrissparnaði inn á íbúðalán geta skoðað yfirlit yfir ráðstöfunina og séð hvort greiðslur séu virkar. Auk þess er hægt að flytja annan viðbótarlífeyrissparnað til Arion með einföldum hætti og þannig fengið betri yfirsýn yfir þinn sparnað.
Árið 2024 var allt í senn viðburðaríkt og krefjandi. Það einkenndist af háu vaxtastigi og lækkandi...
LESA NÁNARAlmenna úrræðið til að nýta viðbótarlífeyrissparnað skattfrjálst til íbúðakaupa og til að greiða inn...
LESA NÁNARMánudaginn 2. september verður innskráningarþjónustu og umboðskerfi Ísland.is lokað. Samhliða því...
LESA NÁNARÁhættudreifing er mikilvægur þáttur í uppbyggingu eignasafna, sérstaklega þeirra sem hafa langan...
LESA NÁNARFrá afnámi fjármagnshafta fyrri hluta árs 2017 hefur hlutfall erlendra eigna hækkað verulega í...
LESA NÁNARArion banki í samstarfi við lífeyrissjóði í rekstri bankans býður til opins fræðslufundar um...
LESA NÁNARYfirlit um iðgjaldagreiðslur á tímabilinu 1. ágúst 2022 til 13. febrúar 2024 hafa verið birt á Mínum...
LESA NÁNARFræðslufundi um Lífeyrisauka, viðbótarlífeyrissparnað Arion, verður streymt á Facebook síðu Arion...
LESA NÁNARUndanfarin ár á fjármálamörkuðum hafa verið afar sveiflukennd. Árið 2021 var sem dæmi með þeim bestu...
LESA NÁNARAlmenna úrræðið til að nýta viðbótarsparnað skattfrjálst til íbúðakaupa og til að greiða niður...
LESA NÁNARÁhættudreifing er mikilvægur þáttur í uppbyggingu eignasafna, sérstaklega þeirra sem hafa langan...
LESA NÁNARArion banki gaf nýverið út Lífeyrisbókina. Þar er að finna grein sem ber heitið Vandfundið jafnvægi...
LESA NÁNARSnædís Ögn Flosadóttir, framkvæmdastjóri EFÍA og LSBÍ og rekstrarstjóri Lífeyrisauka, skrifaði grein...
LESA NÁNARNýlega samþykkti Alþingi breytingar á lífeyrissjóðalögunum sem varða m.a. upplýsingagjöf til...
LESA NÁNARÁrið sem var að líða markar eitt mest krefjandi ár á fjármálamörkuðum frá fyrri hluta síðustu aldar...
LESA NÁNARTímabilið frá áramótum og til dagsins í dag hefur einkennst af fréttum sem hafa haft neikvæð áhrif á...
LESA NÁNARTímabilið frá áramótum og til dagsins í dag hefur einkennst af fréttum sem hafa haft neikvæð áhrif á...
LESA NÁNARÁhættudreifing er mikilvægur þáttur í uppbyggingu eignasafna, sérstaklega þeirra sem hafa langan...
LESA NÁNARÁrið 2021 einkenndist af mikilli efnahagsóvissu og takmörkunum um allan heim vegna Covid...
LESA NÁNARUndanfarin ár hefur Lífeyrisauki aukið áhættudreifingu erlenda eigna sjóðsins og samhliða nýtt sér...
LESA NÁNARSnædís Ögn Flosadóttir, rekstrarstjóri Lífeyrisauka og Hjörleifur Arnar Waagfjörð, forstöðumaður...
LESA NÁNARVið notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Lestu um hvernig við notum vafrakökur og hvernig þú getur stjórnað þeim með því að smella á "Stillingar fótspora".