04. desember 2024
Skattfrjáls ráðstöfun á viðbótarsparnaði framlengd
Almenna úrræðið til að nýta viðbótarlífeyrissparnað skattfrjálst til íbúðakaupa og til að greiða inn...
LESA NÁNARÁhættudreifing er mikilvægur þáttur í uppbyggingu eignasafna, sérstaklega þeirra sem hafa langan fjárfestingartíma, þar sem með henni má halda fram að dregið sé úr sveiflum í ávöxtun. Með hliðsjón af þessu hefur stjórn Lífeyrisauka sett sér það markmið í fjárfestingarstefnu undanfarinna ára að byggja upp dreift og fjölbreytt eignasafn bæði innanlands og erlendis.
Segja má að með breyttu fjárfestingarumhverfi lífeyrissjóða í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008 hafi Lífeyrisauka hafið vegferð sína er kemur að innlendum sérhæfðum fjárfestingum. Slíkar fjárfestingar hafa verið eyrnamerktar með þeim hætti að þær feli almennt í sér lengri binditíma, eru oft óskráðar og illseljanlegri en hefðbundnari fjárfestingar. Væntingar um ávöxtun eru að jafnaði hærri en hefðbundinna fjárfestingarkosta en að sama skapi getur oft fylgt þeim heldur meiri áhætta. Dæmi um sérhæfðar fjárfestingar eru framtaksfjárfestingar, fasteignafjárfestingar, sérhæfð lán og fjárfestingar í innviðum auk annarra verkefna.
Á heildina litið hefur vegferð sjóðsins í innlendum sérhæfðum fjárfestingum gengið vel, en þó eru dæmi um fjárfestingar sem hafa gengið verr en upphaflegar forsendur gerðu ráð fyrir. Sem dæmi má nefna kísilver PCC á Bakka við Húsavík en sú fjárfesting hefur gengið verr en áætlanir gerðu ráð fyrir.
Frá árinu 2008 hefur eignaflokkurinn, innlendar sérhæfðar fjárfestingar í heild sinni, skilað um 1.971 milljón króna hagnaði af heildarfjárfestingu upp á um 4.099 milljónir króna. Á myndinni hér að neðan má sjá árangur einstakra fjárfestinga Lífeyrisauka sem eru nýhafnar, komnar langt á veg eða lokið (dökk gráu súlurnar).
Undanfarin ár hefur nýjum fjárfestingum verið bætt í safnið. Dæmi um fjárfestingar sem hefur nýlega verið bætt við eru: SÍL 2 hs. og CP Invest slhf. (Coripharma). Vert er að koma inn á að með slíkar fjárfestingar þykir eðlilegt að ábati sé lítill fyrst um sinn og jafnvel neikvæður. Aftur á móti eru væntingar um að fjárfestingarnar skili hagnaði þegar tekur að líða á fjárfestingartímabilið.
Almenna úrræðið til að nýta viðbótarlífeyrissparnað skattfrjálst til íbúðakaupa og til að greiða inn...
LESA NÁNARMánudaginn 2. september verður innskráningarþjónustu og umboðskerfi Ísland.is lokað. Samhliða því...
LESA NÁNARÁhættudreifing er mikilvægur þáttur í uppbyggingu eignasafna, sérstaklega þeirra sem hafa langan...
LESA NÁNARFrá afnámi fjármagnshafta fyrri hluta árs 2017 hefur hlutfall erlendra eigna hækkað verulega í...
LESA NÁNARArion banki í samstarfi við lífeyrissjóði í rekstri bankans býður til opins fræðslufundar um...
LESA NÁNARYfirlit um iðgjaldagreiðslur á tímabilinu 1. ágúst 2022 til 13. febrúar 2024 hafa verið birt á Mínum...
LESA NÁNARFræðslufundi um Lífeyrisauka, viðbótarlífeyrissparnað Arion, verður streymt á Facebook síðu Arion...
LESA NÁNARUndanfarin ár á fjármálamörkuðum hafa verið afar sveiflukennd. Árið 2021 var sem dæmi með þeim bestu...
LESA NÁNARAlmenna úrræðið til að nýta viðbótarsparnað skattfrjálst til íbúðakaupa og til að greiða niður...
LESA NÁNARÁhættudreifing er mikilvægur þáttur í uppbyggingu eignasafna, sérstaklega þeirra sem hafa langan...
LESA NÁNARArion banki gaf nýverið út Lífeyrisbókina. Þar er að finna grein sem ber heitið Vandfundið jafnvægi...
LESA NÁNARSnædís Ögn Flosadóttir, framkvæmdastjóri EFÍA og LSBÍ og rekstrarstjóri Lífeyrisauka, skrifaði grein...
LESA NÁNARNýlega samþykkti Alþingi breytingar á lífeyrissjóðalögunum sem varða m.a. upplýsingagjöf til...
LESA NÁNARÁrið sem var að líða markar eitt mest krefjandi ár á fjármálamörkuðum frá fyrri hluta síðustu aldar...
LESA NÁNARTímabilið frá áramótum og til dagsins í dag hefur einkennst af fréttum sem hafa haft neikvæð áhrif á...
LESA NÁNARTímabilið frá áramótum og til dagsins í dag hefur einkennst af fréttum sem hafa haft neikvæð áhrif á...
LESA NÁNARÁhættudreifing er mikilvægur þáttur í uppbyggingu eignasafna, sérstaklega þeirra sem hafa langan...
LESA NÁNARÁrið 2021 einkenndist af mikilli efnahagsóvissu og takmörkunum um allan heim vegna Covid...
LESA NÁNARUndanfarin ár hefur Lífeyrisauki aukið áhættudreifingu erlenda eigna sjóðsins og samhliða nýtt sér...
LESA NÁNARSnædís Ögn Flosadóttir, rekstrarstjóri Lífeyrisauka og Hjörleifur Arnar Waagfjörð, forstöðumaður...
LESA NÁNARVið notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Lestu um hvernig við notum vafrakökur og hvernig þú getur stjórnað þeim með því að smella á "Stillingar fótspora".