04. desember 2024
Skattfrjáls ráðstöfun á viðbótarsparnaði framlengd
Almenna úrræðið til að nýta viðbótarlífeyrissparnað skattfrjálst til íbúðakaupa og til að greiða inn...
LESA NÁNARÁrið sem var að líða markar eitt mest krefjandi ár á fjármálamörkuðum frá fyrri hluta síðustu aldar. Heimsfaraldur, stríðsástand, þrálát verðbólga og hækkandi vextir voru helstu áskoranir síðasta árs. Nær allir markaðir í heiminum lækkuðu umtalsvert á árinu en hlutabréf lækkuðu að jafnaði meira en skuldabréf. Slíkar markaðsaðstæður undirstrika mikilvægi þess að vera með dreift eignasafn til þess að standast sveiflur á mörkuðum. Lífeyrisauki leggur upp úr því að fjárfesta í ólíkum eignaflokkum, atvinnugreinum og landsvæðum til þess að dreifa áhættu sem mest.
Á síðasta ári voru hlutabréf sá eignaflokkur sem lækkaði hvað mest. Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands (OMXI10) lækkaði um 26,5% en heimsvísitala hlutabréfa (e. MSCI World Index) lækkaði um 19,5% í bandaríkjadal eða um 12,0% í íslenskum krónum á árinu. Fjárfestingarleiðir sem vega þyngst í hlutabréfum skiluðu því lægstri ávöxtun á árinu. Þó ert vert að nefna að árin á undan, þegar gengisþróun hlutabréfa var jákvæð, skiluðu þær leiðir sem vógu þyngst í hlutabréfum mestri ávöxtun. Horft fram á við geta tækifæri myndast á hlutabréfamarkaði eftir miklar lækkanir líkt og sáust á síðasta ári en þá býðst fjárfestum að kaupa hlutabréf á hagstæðari verðkennitölum.
Nafnávöxtun verðtryggðra ríkisskuldabréfa var á bilinu -8,4% til 5,0% á tímabilinu en óverðtryggðra töluvert lakari eða -17,0% til 2,0%. Yfirlýsing fjármálaráðherra í október sl. í tengslum við uppgjör og slit ÍL-sjóðs hafði töluverð áhrif á ávöxtun skuldabréfasafnsins. Bréf ÍL-sjóðs höfðu töluverð áhrif til lækkunar á ávöxtun fjárfestingarleiða Lífeyrisauka fyrir utan Innlán og Erlend verðbréf.
Hækkun stýrivaxta á árinu og aðrir óvissuþættir í efnahagsmálum leiddu til þess að ávöxtunarkrafa skuldabréfa hækkaði og þar með lækkaði virði þeirra en á móti vó þrálát verðbólga. Horfur á skuldabréfamörkuðum til lengri tíma eru hins vegar góðar. Fjárfestum býðst nú að kaupa skuldabréf á mun hærri ávöxtunarkröfu en stóð til boða í lágvaxtaumhverfi síðustu ára.
Ávöxtun síðustu ára hjá Lífeyrisauka hefur verið afar góð en árið 2021 var með þeim bestu frá upphafi. Í takt við gang markaða á liðnu ári var ávöxtun á eignasafni Lífeyrisauka árið 2022 þó neikvæð. Nafnávöxtun fjárfestingarleiða Lífeyrisauka var á bilinu -9,8% til 9,3% sem samsvarar -17,5% til 0,0% raunávöxtun. Hlutabréf voru sá eignaflokkur sem má einna helst rekja neikvæðu ávöxtunina til, bæði erlend og innlend. Lífeyrisauki 1 er sú leið er tilheyrir Ævilínu sem hefur mest vægi hlutabréfa og jafnframt sú leið sem skilar lægstri ávöxtun yfir árið.
Þegar horft er á lengri tíma sparnað eins og séreignarsparnað er mikilvægt að minna sig á að ávöxtun til lengri tíma er það sem mestu máli skiptir og ekki er óeðlilegt að það verði nokkrar sveiflur á milli ára. Langtímaávöxtun Lífeyrisauka hefur verið góð en á myndinni hér fyrir neðan má sjá ávöxtun á ársgrundvelli til 10 ára m.v. 31.12.2022. 10 ára nafnávöxtun er á bilinu 4,8% til 7,2% og raunávöxtun 1,4% til 3,7%. Aðalatriðið er að meðalávöxtun sjóðsins til lengri tíma er mikilvægari en sveiflur í ávöxtun til skamms tíma.
Starfsstjórn Lífeyrisauka endurskoðar fjárfestingarstefnu sjóðsins að minnsta kosti árlega og hefur nú undirritað nýja fjárfestingarstefnu fyrir árið 2023. Síðustu ár hefur verið lögð áhersla á að auka vægi og áhættudreifingu erlendra eigna. Í nýrri stefnu er haldið áfram á þeirri vegferð en helstu breytingar eru þær að vægi erlendra eigna er aukið en á móti er dregið úr vægi innlendra hlutabréfa. Fjárfestingarstefna sjóðsins í heild er birt á vefsíðu sjóðsins en hana má nálgast hér.
Markmið um hlutfall eignaflokka hjá Lífeyrisauka 1, 2, 3 og 4 breytast eins og hér segir:
Markmið um hlutfall eignaflokka hjá Lífeyrisauka - Erlend verðbréf er óbreytt á milli ára.
Almenna úrræðið til að nýta viðbótarlífeyrissparnað skattfrjálst til íbúðakaupa og til að greiða inn...
LESA NÁNARMánudaginn 2. september verður innskráningarþjónustu og umboðskerfi Ísland.is lokað. Samhliða því...
LESA NÁNARÁhættudreifing er mikilvægur þáttur í uppbyggingu eignasafna, sérstaklega þeirra sem hafa langan...
LESA NÁNARFrá afnámi fjármagnshafta fyrri hluta árs 2017 hefur hlutfall erlendra eigna hækkað verulega í...
LESA NÁNARArion banki í samstarfi við lífeyrissjóði í rekstri bankans býður til opins fræðslufundar um...
LESA NÁNARYfirlit um iðgjaldagreiðslur á tímabilinu 1. ágúst 2022 til 13. febrúar 2024 hafa verið birt á Mínum...
LESA NÁNARFræðslufundi um Lífeyrisauka, viðbótarlífeyrissparnað Arion, verður streymt á Facebook síðu Arion...
LESA NÁNARUndanfarin ár á fjármálamörkuðum hafa verið afar sveiflukennd. Árið 2021 var sem dæmi með þeim bestu...
LESA NÁNARAlmenna úrræðið til að nýta viðbótarsparnað skattfrjálst til íbúðakaupa og til að greiða niður...
LESA NÁNARÁhættudreifing er mikilvægur þáttur í uppbyggingu eignasafna, sérstaklega þeirra sem hafa langan...
LESA NÁNARArion banki gaf nýverið út Lífeyrisbókina. Þar er að finna grein sem ber heitið Vandfundið jafnvægi...
LESA NÁNARSnædís Ögn Flosadóttir, framkvæmdastjóri EFÍA og LSBÍ og rekstrarstjóri Lífeyrisauka, skrifaði grein...
LESA NÁNARNýlega samþykkti Alþingi breytingar á lífeyrissjóðalögunum sem varða m.a. upplýsingagjöf til...
LESA NÁNARÁrið sem var að líða markar eitt mest krefjandi ár á fjármálamörkuðum frá fyrri hluta síðustu aldar...
LESA NÁNARTímabilið frá áramótum og til dagsins í dag hefur einkennst af fréttum sem hafa haft neikvæð áhrif á...
LESA NÁNARTímabilið frá áramótum og til dagsins í dag hefur einkennst af fréttum sem hafa haft neikvæð áhrif á...
LESA NÁNARÁhættudreifing er mikilvægur þáttur í uppbyggingu eignasafna, sérstaklega þeirra sem hafa langan...
LESA NÁNARÁrið 2021 einkenndist af mikilli efnahagsóvissu og takmörkunum um allan heim vegna Covid...
LESA NÁNARUndanfarin ár hefur Lífeyrisauki aukið áhættudreifingu erlenda eigna sjóðsins og samhliða nýtt sér...
LESA NÁNARSnædís Ögn Flosadóttir, rekstrarstjóri Lífeyrisauka og Hjörleifur Arnar Waagfjörð, forstöðumaður...
LESA NÁNARVið notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Lestu um hvernig við notum vafrakökur og hvernig þú getur stjórnað þeim með því að smella á "Stillingar fótspora".